Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ása og Emil láta drauminn rætast í samstarfi við Gleðipinna
Hjónin Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður, munu á vormánuðum 2022 opna nýjan og áhugaverðan pizzastað á Suðurlandsbraut, þar sem Eldsmiðjan er til húsa í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Gleðipinnum.
“Við Emil höfum ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum eftir að hafa búið á Ítalíu í öll þessi ár. Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA – La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,”
segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA. En eitt af gildum OLIFA er að hvetja alla aldurshópa að koma saman til borðs og njóta góðs matar í félagsskap hvors annars.
“Við Gleðipinnar erum afar spenntir fyrir því að fá að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. Þau hafa mikla þekkingu á ítölskum hráefnum og matargerð eftir áralanga búsetu á Ítalíu og hafa mjög skýra sýn á það hvernig veitingastað þau vilja opna. Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða,“
segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Ása hefur verið dugleg við að sýna frá lífi þeirra Emils á Ítalíu og á Instagram reikningi hennar er hægt að fylgjast með undirbúningi OLIFA – La Madre Pizza.. Instagram Ásu: Asaregins
Eldsmiðjan í frí
Eldsmiðjan sem hefur fylgt Íslendingum síðan 1986 mun samhliða opnun OLIFA – La Madre Pizza kveðja landsmenn um óákveðinn tíma.
“Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram,”
segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.
Gleðipinnar reka fyrir pizzastaðina Blackbox og Shake&Pizza og á nýju ári bætist OLIFA – La Madre Pizza í Gleðipinnafjöskylduna.
“Pizzamarkaðurinn hefur þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd féll ekki fullkomlega að framtíðarsýn okkar Gleðipinna. Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,”
segir Jóhannes að lokum.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu