Freisting
Árshátíðargesti dæmdar 2,3 milljónir í bætur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hótel Sögu og veisluþjónustuna Hagatorg til að greiða konu 2,3 milljónir í bætur auk vaxta vegna óhapps sem hún varð fyrir á hótelinu. Óhappið varð þegar á árshátíð Múrarameistarafélagsins í febrúar árið 2006. Konan handleggsbrotnaði við óhappið og hlaut 50% varanlega örorku.
Konan lýsti slysinu þannig að hún hafi verið að koma af salerni staðarins. Hún hafi ætlað að ganga til eiginmanns síns en fallið um tröppu sem dregin hafði verið út á gólf og var í gangvegi hennar. Trappan hafi, fyrr um kvöldið, verið notuð til þess að hægt væri að ganga upp á svið staðarins, en hafði verið dregin út á gólf þegar sviðið var tekið niður og hafi því ekki átt að vera á þeim stað sem stefnandi féll um hana. Sviðið hafi ekki verið í notkun þegar slysið átti sér stað og því engin þörf á því að trappan væri á þeim stað sem hún datt um hana.
Hótel Saga krafðist sýknu og byggði þá kröfu á því að ekki væri hægt að sýna fram á að hótelið eða starfsmenn þess hefðu valdið slysinu eða átt sök á því. Hagatorg krafðist sýknu á þeirri forsendu að veisluþjónustan gæti ekki tekið ábyrgð á innanstokksmunum hótelsins eða þeim hlutum og áhöldum sem unnið væri með á hótelinu.
Greint frá á Visir.is
Hægt er að lesa nánar um dómsúrlausnina með því að smella hér
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó