Nemendur & nemakeppni
Arnór Ingi sigraði keppnina Markaðsneminn 2016
Keppnin Markaðsneminn hjá matreiðslunemum á Fiskmarkaðinum og Grillmarkaðinum var haldin laugardaginn 16. janúar s.l. á Grillmarkaðnum í þriðja sinn.
Úrslitin voru svo tilkynnt í gær á árshátíð staðanna við mjög góðar undirtektir þeirra 170 starfsmanna sem vinna á báðum stöðum samtals.
Alls kepptu 14 nemar en það er 2/3 af þeim sem eru að læra á þessum tveimur stöðum. Þeminn var ostur 25 % og mátti gera forrétt, aðalrétt eða eftirrétt til að hafa þetta sem fjölbreytilegast.
Sjá einnig: Ívar sigraði keppnina Markaðsneminn 2015
Úrslit
Keppnin var ströng og mjótt var á munum á fyrstu þremur sætunum. Ábyrgðarmenn keppninnar ákváðu að gefa út líka fjórða sætið en engin verðlaun voru veitt fyrir það sæti.
4. sæti
Í 4. sæti hafnaði Guðbjörg Líf Óskarsdóttir nemi á Fiskmarkaðnum en hún var með eina réttinn í keppninni sem var ostaréttur alveg í gegn. Hún bjó sjálf til ostinn og heppnaðist þetta mjög vel.
3. sæti
Í þriðja sæti var hann Einar Óli Guðnason en hann er að læra á Grillmarkaðnum og var með eftirrétt sem innilhélt rjómaost.
2. sæti
Annað sætið fór til hans Bjarts Elís Friðþjófssonar nema á Grillmarkaðnum sem var líka með bragðbesta réttinn en hann klikkaði smá á magninu af osti sem þurfti í réttinn svo mínusinn sem hann fékk þar varð til þess að hann varð í öðru sæti. Hann var með nautatartar með reyktum beinmerg og gratíneruðum geitaosti.
1. sæti
Hann Arnór Ingi Bjarkason hreppti fyrsta sætið en hann var með grænmetisrétt, þann eina í keppninni. Bjórsoðnar gulrætur, pikklaðar og stökkar og hann gerði líka ostinn sjálfur sem hann panneraði upp úr frostþurrkuðu dilli. Arnór er að læra á Fiskmarkaðnum og fór hann að vinna í nokkra mánuði á Noma á síðasta ári þar sem hann bætti við kunnáttuna sem hann fær á Fiskmarkaðnum.
Mikill metnaður í gangi hjá öllum og frábær keppni í alla staði. Allir matreiðslumenn Fisk- og Grillmarkaðsins tóku að sjálfsögðu þátt í deginum, Fannar Vernharðsson yfir kokkur á VOX var gestabragðdómari í ár og vilja eigendur og starfsfólk Fisk- og Grillmarkaðsins þakka honum sérstaklega fyrir vel unnin störf.
Myndir: Emilía Kristín Birnudóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati