Sverrir Halldórsson
Argentína Steikhús – Veitingarýni
Veitingahúsið Argentína er 25 ára og við félagarnir ákváðum að skreppa þangað og smakka þennan afmælisseðil.
Í gegnum árin þá hefur Argentína þótt bera af í steikum og verið hátt skrifaður veitingastaður í augum margra.
En hér kemur maturinn eins og hann var borinn á borð fyrir okkur:
Við höfum ekki smakkað svona gott terrine í mörg ár, algjört sælgæti.
Alveg svakalega góður humar, sveppurinn og maukið frábært, en skinkan stal svolítið bragði, spurning að hafa minna.
Mjög bragðgóður réttur, í mildari kantinum
Þessi réttur var algjört æði, eitt orð vá.
Mjög gott bragð, ekki of sætur og virkilega ferskur
Úps, hvað var nú að gerast, steikin var seig, grófir þræðir í henni, meðlæti myndi passa betur með pylsu, hvernig gat þessi réttur komið úr sama eldhúsi og þeir sem komið höfðu á undan?
Dásemdin ein.
Þegar þetta er skrifað er ég enn að reyna að átta mig á hvað hafi gerst með steikina og hef ekki fundið ásættanlega útskýringu á því.
Þjónustan var til fyrirmyndar og staðurinn býður af sér svona rómatískan þokka og allt gekk eins í sögu, nema blessuð steikin.
/Sverrir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024