Sverrir Halldórsson
Argentína Steikhús – Veitingarýni
Veitingahúsið Argentína er 25 ára og við félagarnir ákváðum að skreppa þangað og smakka þennan afmælisseðil.
Í gegnum árin þá hefur Argentína þótt bera af í steikum og verið hátt skrifaður veitingastaður í augum margra.
En hér kemur maturinn eins og hann var borinn á borð fyrir okkur:
Við höfum ekki smakkað svona gott terrine í mörg ár, algjört sælgæti.
Alveg svakalega góður humar, sveppurinn og maukið frábært, en skinkan stal svolítið bragði, spurning að hafa minna.

Laxatartar og reyklaxafrauð
Mjög bragðgóður réttur, í mildari kantinum

Grafin heiðagæsabringa
Með fersku klettasalati, þurrkuðum hindberjum, ristuðum furuhnetum og rauðrófum
Þessi réttur var algjört æði, eitt orð vá.

Appelsínusorbet
Mjög gott bragð, ekki of sætur og virkilega ferskur

Grilluð nautalund
Með pönnusteiktri andalifur, karamelluðum perlulauk, djúpsteiktum blaðlauk, kartöflugratini og Madeira bættum soðgljáa
Úps, hvað var nú að gerast, steikin var seig, grófir þræðir í henni, meðlæti myndi passa betur með pylsu, hvernig gat þessi réttur komið úr sama eldhúsi og þeir sem komið höfðu á undan?
Dásemdin ein.
Þegar þetta er skrifað er ég enn að reyna að átta mig á hvað hafi gerst með steikina og hef ekki fundið ásættanlega útskýringu á því.
Þjónustan var til fyrirmyndar og staðurinn býður af sér svona rómatískan þokka og allt gekk eins í sögu, nema blessuð steikin.
/Sverrir
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti













