Sverrir Halldórsson
Argentína Steikhús – Veitingarýni
Veitingahúsið Argentína er 25 ára og við félagarnir ákváðum að skreppa þangað og smakka þennan afmælisseðil.
Í gegnum árin þá hefur Argentína þótt bera af í steikum og verið hátt skrifaður veitingastaður í augum margra.
En hér kemur maturinn eins og hann var borinn á borð fyrir okkur:
Við höfum ekki smakkað svona gott terrine í mörg ár, algjört sælgæti.
Alveg svakalega góður humar, sveppurinn og maukið frábært, en skinkan stal svolítið bragði, spurning að hafa minna.
Mjög bragðgóður réttur, í mildari kantinum
Þessi réttur var algjört æði, eitt orð vá.
Mjög gott bragð, ekki of sætur og virkilega ferskur
Úps, hvað var nú að gerast, steikin var seig, grófir þræðir í henni, meðlæti myndi passa betur með pylsu, hvernig gat þessi réttur komið úr sama eldhúsi og þeir sem komið höfðu á undan?
Dásemdin ein.
Þegar þetta er skrifað er ég enn að reyna að átta mig á hvað hafi gerst með steikina og hef ekki fundið ásættanlega útskýringu á því.
Þjónustan var til fyrirmyndar og staðurinn býður af sér svona rómatískan þokka og allt gekk eins í sögu, nema blessuð steikin.
/Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi