Sverrir Halldórsson
Argentína Steikhús – Veitingarýni
Veitingahúsið Argentína er 25 ára og við félagarnir ákváðum að skreppa þangað og smakka þennan afmælisseðil.
Í gegnum árin þá hefur Argentína þótt bera af í steikum og verið hátt skrifaður veitingastaður í augum margra.
En hér kemur maturinn eins og hann var borinn á borð fyrir okkur:
Við höfum ekki smakkað svona gott terrine í mörg ár, algjört sælgæti.
Alveg svakalega góður humar, sveppurinn og maukið frábært, en skinkan stal svolítið bragði, spurning að hafa minna.
![Argentína Steikhús](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/008.jpg)
Laxatartar og reyklaxafrauð
Mjög bragðgóður réttur, í mildari kantinum
![Argentína Steikhús](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/012-1024x768.jpg)
Grafin heiðagæsabringa
Með fersku klettasalati, þurrkuðum hindberjum, ristuðum furuhnetum og rauðrófum
Þessi réttur var algjört æði, eitt orð vá.
![Argentína Steikhús](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/013.jpg)
Appelsínusorbet
Mjög gott bragð, ekki of sætur og virkilega ferskur
![Argentína Steikhús](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/12/017-1024x768.jpg)
Grilluð nautalund
Með pönnusteiktri andalifur, karamelluðum perlulauk, djúpsteiktum blaðlauk, kartöflugratini og Madeira bættum soðgljáa
Úps, hvað var nú að gerast, steikin var seig, grófir þræðir í henni, meðlæti myndi passa betur með pylsu, hvernig gat þessi réttur komið úr sama eldhúsi og þeir sem komið höfðu á undan?
Dásemdin ein.
Þegar þetta er skrifað er ég enn að reyna að átta mig á hvað hafi gerst með steikina og hef ekki fundið ásættanlega útskýringu á því.
Þjónustan var til fyrirmyndar og staðurinn býður af sér svona rómatískan þokka og allt gekk eins í sögu, nema blessuð steikin.
/Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný