Markaðurinn
Áramótakveðja frá Garra
Kæri viðskiptavinur
Á þessum stóru tímamótum er gaman að líta yfir farinn veg og skoða allt það góða sem gerst hefur á þessu viðburðaríka ári. Það er með miklu þakklæti sem við kveðjum þennan áratug og jafnframt með mikilli eftirvæntingu fyrir nýja árinu 2020.
Áframhaldandi árangur í umhverfismálum hefur látið á sér kræla og erum við spennt fyrir því að halda áfram á þeirri vegferð og gera enn betur á komandi áratug. Gildin sem Garri hefur tileinkað sér Áreiðanleiki – Heiðarleiki – Ástríða eru sem okkar leiðarljós í öllu sem við gerum og endurspeglast meðal annars í vöruúrvali og þjónustu, en við höfum sérstaklega mikla ástríðu fyrir því að þjónusta viðskiptavini okkar.
Vefverslun Garra hefur svo sannarlega staðist væntingar og er enn að vaxa og dafna, en yfir 60% viðskipta fara í gegnum garri.is sem er jafnframt fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að finna og panta vörur. Garri er í stakk búinn til að takast á við ný og krefjandi verkefni framtíðar og lítum við einstaklega björtum augum á nýjan áratug sem nú er að hefjast.
Við sendum þér okkar bestu áramótakveðju, með innilegum óskum um að nýja árið verði þér farsælt og þökkum fyrir afar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Gleðilegt nýtt ár!
Starfsfólk Garra

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð