Nemendur & nemakeppni
Annar bekkur í matreiðslu í þriðja skipti – Theodór: „mikilvægt að nemendur tileinki sér strax þau öguðu vinnubrögð sem sé krafist í sveinsprófi“
Á þessari önn er annar bekkur í matreiðslu kenndur í þriðja skipti í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og eru átta nemendur skráðir í námið. Í gær var fyrsti verklegi tíminn undir handleiðslu Theodórs Sölva Haraldssonar matreiðslumeistara og kennara, sem hefur yfirumsjón með öðrum bekknum.
Verkmenntaskólinn er annar tveggja skóla sem fullnema matreiðslumenn. Til þess að geta farið í annan bekk í matreiðslu þurfa nemendur að hafa lokið grunndeild matvælagreina og einnig þurfa þeir að vera komnir á námssamning.
Á vef Verkmenntaskólans á Akureyri kemur fram að í öðrum bekknum ljúka nemendur á einni önn og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta þeir í framhaldinu innritast í þriðja bekk og í kjölfarið lokið sveinsprófi í matreiðslu. Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælabrautar VMA, segir að ef næg þátttaka fáist verði þriðji bekkurinn kenndur á vorönn. Á síðasta skólaári lauk fyrsti hópurinn fullgildu námi í matreiðslu frá VMA.
Theodór Sölvi Haraldsson er matreiðslumeistari og hefur áður kennt öðrum bekk í matreiðslu í VMA. Hann lauk á síðasta skólaári kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hann segist ekki draga dul á að hann njóti þess að kenna matreiðslu, áhugavert sé að rifja upp fræðin með þessum hætti og miðla kunnáttu til annarra.
Námið í öðrum bekk er bæði verklegt og bóklegt. Verklegi þátturinn er á mánudögum og þriðjudögum og kennir Theodór hann. Auk hans kennir Ari Hallgrímsson bóklega áfanga. Theodór segir að almennt vinni nemendur til hliðar við námið en hann hvetur þá til þess að gefa náminu gott rými í hinni daglegu stundatöflu, það sé í senn krefjandi, áhugavert og skemmtilegt.
Theodór segir að í sem stystu máli skiptist verklegi hluti námsins í öðrum bekk í kaldar og heitar æfingar. Þar er vísað til kaldra rétta og heitra. Í öðrum bekknum segir Theodór meiri áherslu á kalda rétti en áherslan sé síðan meiri á heita rétti í þriðja bekknum. Hann segist leggja áherslu á það í kennslunni að undirbúa nemendur frá fyrsta degi í öðrum bekk fyrir sveinsprófið í lok þriðja bekkjar, mikilvægt sé að nemendur tileinki sér strax þau öguðu vinnubrögð sem sé krafist í sveinsprófi.
Myndir: Óskar Þór Halldórsson – vma.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati