Vertu memm

Freisting

Andy Hayler heimsækir Kaupmannahöfn

Birting:

þann

Andy Hayler, höfundur London Transport Restaurant Guide og matarbloggari

Andy Hayler, höfundur London Transport Restaurant Guide og matarbloggari heimsótti nýlega Kaupmannahöfn og gerði úttekt á nokkrum michelinstöðum í borginni og birtir á heimasíðu sinni Andy Haylers Restaurant guide. Hayler þessi hefur á síðastliðnum 20 árum heimsótt veitingastaði 3-6 sinnum í viku um allan heim og náði þeim merka áfanga árið 2004 að snæða á öllum þriggja stjörnu Michelin stöðum í heimi.

Hayler notast við einkunnakerfi á skalanum 1-10 frá Good food guide sem er í raun nákvæmur gátlist fremur en vinsældarkosning.

Þannig eru rýnir Haylers að vissu leiti marktækari en aðrar sem eru byggðar á persónulegum smekk. Til glöggvunar segir Hayler 1 stig á þessum skala þýði að veitingastaðurinn sé í raun að fá 991 stig af 1000 stigum, 992/1000 jafngildi 2/10 og svo framvegis því hann fjallar einungis um bestu staðina.  9-10 stig séu því sambærileg þrem Michelin stjörnum, 8 stig séu sambærileg tveimur stjörnum og 5-6 séu sambærileg einni Michelinstjörnu bætir hann við.

Meðan á heimsókn hans stóð kíkti hann á Noma, Kiin Kiin, The Paul og Paustian v/Bo Bech.

Kiin Kiin segir hann lofa mjög góðu sem tilraunakenndur thai staður sem eigi fyllilega skilið stjörnu í Michelin kladdann, annað en margir aðrir thai staðir sem þar eru fyrir.

Paustian segir hann vera traustan einnar stjörnu stað sem og The Paul sem standi ofarlega í einnar stjörnu hópnum.

Einnig er hann hrifinn af Noma sem hann segir stjórnað af færum og hugmyndaríkum matreiðslumanni með skýra sýn á konseptið sem hann segir þó að mörgu leiti heftandi. “Það er takmarkað hvað hægt er að gera við gulrætur, lauk og radísur” segir Hayler og telur það ástæðu þess að Noma sé ekki enn komið með þriðju Michelin stjörnuna.

Bloggfærsluna má finna hér (flettið niður í ca. miðja grein) sem og rýnirnar um Kaupmannahöfn.

/Ragnar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið