Vín, drykkir og keppni
Andri Davíð Pétursson á meðal þeirra bestu í heimi
Það var fyrir 15 árum síðan að Andri Davíð Pétursson framreiðslumeistari byrjaði að vinna í veitingabransanum þá sem uppvaskari á veitingastað í Tønsberg í Noregi þar sem hann ólst upp.
Snemma fór Andri að hafa mikinn áhuga á barþjónustu, á kokteilum, drykkjum og samsetningu þeirra sem og hvernig bragð eru tengd saman í drykkjum.
„Ég fór að lesa mig til um hráefni og smátt og smátt áttaði ég mig á því hvað eru til mikið af mismunandi hráefni og því meira sem maður les sig til, því meira áttar maður sig á því hvað maður veit í raun og veru lítið um hráefni heimsins.“
Sagði Andri.
Nýlega kom út bók eftir meistarann Paul Martin sem ber nafnið 101 Award Winning Cocktails from the Best Bartenders in the World og er þar að finna uppskriftir eins og titillinn gefur til kynna eftir marga af bestu barþjónum heims. Menn á borð við Gaz Reagan og Dale Degroff en sá síðarnefndi gerði Cosmopolitan kokteilinn frægan á sínum tíma í New York.
Í bókinni er uppskrift frá Andra af Rabarbara Margarítu sem byggir að mörgu leyti á minningum úr æsku Andra sem og sögum og hugtökum.
Uppskrift:
40 ml Don Julio Blanco Tequila
10 ml Rabarbara líkjör
10 ml Agave sýróp
20 ml ferskur Rabarbarasafi
„Ég er ótrúlega stoltur að vera á meðal þessara frábæru barþjóna sem er að finna í þessari bók.“
Sagði Andri að lokum.
Fylgist með Andra á samfélagsmiðlunum,
en þar má finna skemmtilegan fróðleik og áhugavert efni sem tengist drykki og kokteila hjá Andra.
Fleiri fréttir af Andra hér.
Myndir: facebook / The Viceman
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya









