Eldlinan
Alþjóðleg nemakeppni á Nýja Sjálandi í mars 2006
Klúbbur matreiðslumeistara og Menntaskólinn í Kópavogi/Hótel- og matvælaskólinn hafa í framhaldi af undirritun samstarfsamnings ákveðið að senda þátttakanda í alþjóðlega nemakeppni á Nýja Sjálandi.
Keppnin er á vegum Heimssamtaka matreiðslumanna (WACS) í mars, 2006. Keppnin er kennd við Hans Bueschkens og verður haldin í Auckland University of Technology og er hluti af 32. heimsþingi World Associaton of Cook´s Societies, 2006.
Skráning:
Skráning fer fram þann 28. nóvember til 3. desember í Hótel- og matvælaskólanum.
Umsóknum skal skila til Ragnars Wessmans á þar til gerð eyðublöð (sjá eyðublað hér að neðan).
Undanforkeppni:
Undanforkeppni verður haldin í Hótel- og matvælaskólanum 15. desember frá kl 08:00 til 11:00.
Þátttakendur verða að vera íslenskir ríkisborgarar og mega ekki vera eldri en 23 ára þann 12. mars 2006.
Í undanforkeppni fá þátttakendur sýniskörfu með hráefni, þeir þurfa síðan að búa til matseðil út frá henni.
Þátttakandi fær tvær klst. til að klára verkefnið. Matseðlinum þarf að skila á ensku og íslensku ásamt uppskriftum og vinnulýsingu á þeim.
Fimm dómarar velja úr þessum hóp fimm keppendur í hina eiginlegu forkeppni.
Forkeppni, keppnisreglur:
Forkeppnin verður síðan haldin samhliða forkeppni fyrir matreiðslumann ársins í byrjun janúar 2006.
Keppnisformið er í formi blindverkefnis (mystery basket).
Hver keppandi undirbýr þriggja rétta málsverð fyrir sex manns.
Fjórir diskar fara til gesta, einn diskur til dómara og einn í myndatöku.
Matseðillinn samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Viðeigandi sósa og sterkja s.s. karftöflur eða hrísgrjón skulu fylgja aðalrétti og minnst tvær tegundir af grænmeti.
Sigurvegari mun fara til Nýja Sjálands ásamt þjálfara og taka þátt í alþjóðlegri nemakeppni.
Almennar reglur:
Keppandi mætir í til keppni viðeigandi einkennisfatnaði sem er hvítur jakki, köflóttar eða svartar buxur, hvít húfa, hvít svunta og heilir vinnuskór (ekki opnir).
Dómarar:
Dómarahópurinn samanstendur af tveimur dómurum sem dæma hráefnismeðferð og aðferðafræði og tveimur dómurum sem dæma bragð. Næringarfræðingur mun aðstoða dómara við að meta næringarfræilegar áherslur réttanna.
Hjálpargögn:
Þátttakendur mega hafa með sér hjálpargögn eins og uppskriftir og matreiðslubækur.
Tímasetningar:
Heildarkeppnistími er þrjár og hálf (3 1/2) klst.
Áhöld og tæki:
Hverjum keppanda er úthlutað vinnustöð fyrir keppnina. Í eldhúsunum eru öll hefðbundin eldhústæki. Keppandi getur haft með sér sértæk hand- og rafmagnsverkfæri s.s. form, litlar matvinnsluvélar, töfrasprotar og annað það sem hann telur sig þurfa að nota.
Ætlast er til að keppendur noti þá diska sem er að finna í Hótel- og matvælaskólanum.
Skyldur þátttakanda:
Þátttakndi tekur þátt í pallborðsumræðum á þinginu á Nýja-Sjálandi.
Þar kynnir hann land sitt og afurðir þess.
Nemandinn sem er valinn til ferðarinnar þarf að skrifa ritgerð um undirbúning, framkvæmd og upplifun í keppninni og kynna hana fyrir nemendur Hótel- og matvælaskólans þegar heim er komið.
—————————–
Alþjóðleg nemakeppni á Nýja Sjálandi í mars 2006
Umsóknareyðublað
Nafn þátttakanda:
______________________________________________________
Sími:
______________________________________________________
Fæðingardagur og ár:
______________________________________________________
Meistari:
______________________________________________________
Námstaður:
______________________________________________________
Vinnusími:
______________________________________________________
Með umsókninni skal fylgja skriflegt leyfi meistara fyrir þátttöku og ljósmynd af keppanda.
Annað sem þú vilt taka fram:
______________________________________________________
______________________________________________________
______________________________________________________
______________________________________________________
______________________________________________________
______________________________________________________
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni