Frétt
Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti
Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis.
Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi.
Gripið er til hertra ráðstafana með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um fjölgun smita af völdum Covid-19 og sjúkrahússinnlögnum á næstu vikum og mikils og vaxandi álags á heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á Landspítala. Samhliða er markvisst unnið að því að styrkja Landspítala og auka getu hans til að mæta miklu álagi.
Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti
- Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
- Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
- Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
- Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi.
- Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
- Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
- Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
- Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
- Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.
Sjá einnig:
Ríkisstjórnin grípur til sérstakra aðgerða til að mæta vanda rekstraraðila í veitingaþjónustu
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn1 dagur síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Keppni1 dagur síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur