Frétt
Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti
Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis.
Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi.
Gripið er til hertra ráðstafana með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um fjölgun smita af völdum Covid-19 og sjúkrahússinnlögnum á næstu vikum og mikils og vaxandi álags á heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á Landspítala. Samhliða er markvisst unnið að því að styrkja Landspítala og auka getu hans til að mæta miklu álagi.
Megininntak reglna um samkomutakmarkanir með þeim breytingum sem verða á miðnætti
- Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
- Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
- Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
- Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi.
- Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
- Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
- Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
- Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
- Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.
Sjá einnig:
Ríkisstjórnin grípur til sérstakra aðgerða til að mæta vanda rekstraraðila í veitingaþjónustu
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt21 klukkustund síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan