Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Allt frítt á opnunardegi Dirty Burger & Ribs
Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnar á morgun en þar eru einungis tveir réttir á boðsstólnum, svínarif og hamborgari. Agnar Sverrisson opnar staðinn en hann er eini íslenski kokkurinn sem hlotið hefur Michelinstjörnu viðurkenningu.
Agnar segir að unnið hafi verið lengi að gerð staðarins og að verkefnið sé búið að vera mjög skemmtilegt. Staðurinn verður opinn á morgun frá klukkan 4 til 8 en þá verður allt frítt á meðan birgðir endast.
Það eru allir velkomnir, við tökum öllum fagnandi
, segir Agnar. Staðurinn mun síðan verða opinn að fullu á sunnudag.
Þó staðurinn sé lítill er afkastagetan mikil.
Við vorum með prufur í fyrradag þar sem við gerðum rúmlega 190 hamborgara á klukkutíma. Það er því gríðarlegt rennsli hérna
, segir Agnar í samtali við mbl.is, en hægt er að lesa nánari umfjöllun með því að smella hér.
Meðfylgjandi myndir eru meðal annars frá prufudeginum:
Myndir: af facebook síðu Dirty Burger & Ribs
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa