Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Allt frítt á opnunardegi Dirty Burger & Ribs

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs

Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnar á morgun en þar eru einungis tveir réttir á boðsstólnum, svínarif og hamborgari. Agnar Sverrisson opnar staðinn en hann er eini íslenski kokkurinn sem hlotið hefur Michelinstjörnu viðurkenningu.

Agnar segir að unnið hafi verið lengi að gerð staðarins og að verkefnið sé búið að vera mjög skemmtilegt. Staðurinn verður opinn á morgun frá klukkan 4 til 8 en þá verður allt frítt á meðan birgðir endast.

Það eru allir velkomnir, við tökum öllum fagnandi

, segir Agnar. Staðurinn mun síðan verða opinn að fullu á sunnudag.

Þó staðurinn sé lítill er afkastagetan mikil.

Við vorum með prufur í fyrradag þar sem við gerðum rúmlega 190 ham­borgara á klukkutíma. Það er því gríðarlegt rennsli hérna

, segir Agnar í samtali við mbl.is, en hægt er að lesa nánari umfjöllun með því að smella hér.

Meðfylgjandi myndir eru meðal annars frá prufudeginum:

 

Myndir: af facebook síðu Dirty Burger & Ribs

/Smári

twitter og instagram icon

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið