Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Allt frítt á opnunardegi Dirty Burger & Ribs
Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnar á morgun en þar eru einungis tveir réttir á boðsstólnum, svínarif og hamborgari. Agnar Sverrisson opnar staðinn en hann er eini íslenski kokkurinn sem hlotið hefur Michelinstjörnu viðurkenningu.
Agnar segir að unnið hafi verið lengi að gerð staðarins og að verkefnið sé búið að vera mjög skemmtilegt. Staðurinn verður opinn á morgun frá klukkan 4 til 8 en þá verður allt frítt á meðan birgðir endast.
Það eru allir velkomnir, við tökum öllum fagnandi
, segir Agnar. Staðurinn mun síðan verða opinn að fullu á sunnudag.
Þó staðurinn sé lítill er afkastagetan mikil.
Við vorum með prufur í fyrradag þar sem við gerðum rúmlega 190 hamborgara á klukkutíma. Það er því gríðarlegt rennsli hérna
, segir Agnar í samtali við mbl.is, en hægt er að lesa nánari umfjöllun með því að smella hér.
Meðfylgjandi myndir eru meðal annars frá prufudeginum:
Myndir: af facebook síðu Dirty Burger & Ribs
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita