Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Allt frítt á opnunardegi Dirty Burger & Ribs
Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs opnar á morgun en þar eru einungis tveir réttir á boðsstólnum, svínarif og hamborgari. Agnar Sverrisson opnar staðinn en hann er eini íslenski kokkurinn sem hlotið hefur Michelinstjörnu viðurkenningu.
Agnar segir að unnið hafi verið lengi að gerð staðarins og að verkefnið sé búið að vera mjög skemmtilegt. Staðurinn verður opinn á morgun frá klukkan 4 til 8 en þá verður allt frítt á meðan birgðir endast.
Það eru allir velkomnir, við tökum öllum fagnandi
, segir Agnar. Staðurinn mun síðan verða opinn að fullu á sunnudag.
Þó staðurinn sé lítill er afkastagetan mikil.
Við vorum með prufur í fyrradag þar sem við gerðum rúmlega 190 hamborgara á klukkutíma. Það er því gríðarlegt rennsli hérna
, segir Agnar í samtali við mbl.is, en hægt er að lesa nánari umfjöllun með því að smella hér.
Meðfylgjandi myndir eru meðal annars frá prufudeginum:
Myndir: af facebook síðu Dirty Burger & Ribs

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun