Frétt
Aldrei fleiri frumkvöðlafyrirtæki í matvælum
Á tímum heimsfaraldurs af völdum COVID-19 hefur berlega komið í ljós mikilvægi fæðuöryggis fyrir þjóð eins og Íslendinga. Um leið og sjónum er beint að innlendri matvælaframleiðslu sést sú mikla gróska sem er í þessari atvinnugrein. Ekki síst á það við um fjölmarga nýja sprota í matvæla- og heilsuefnaframleiðslu.
Aldrei áður hafa jafn mörg ný fyrirtæki á sviði matvæla- og heilsuefnaframleiðslu litið dagsins ljós hérlendis eins og undanfarin ár. Fjöldi nýsköpunarfyrirtækja á þessu sviði er vísbending um að mikil tækifæri eru til vaxtar fyrir íslenskt atvinnulíf um allt land í matvælaframleiðslu.
Hvernig hefur nýsköpunarfyrirtækjum á þessu sviði vegnað og hvað þarf að gera til að styrkja stöðu þeirra enn frekar?
Í nýútkominni skýrslu sem ber heitið Lærum af reynslunni er leitað svara við þessum spurningum og birtar tillögur um mögulegar útbætur sem eflt geta enn frekar nýsköpunarumhverfið.
Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem rætt var við telja að íslenskt umhverfi sé að mörgu leyti ákjósanlegt fyrir frumkvöðlastarfsemi í matvælaframleiðslu. Innlendar verslanir, neytendur og fjölmiðlar sýni nýjum vörum og nýjum fyrirtækjum mikinn áhuga og skilning. Flækjustigið lá mun meira í framleiðslunni sjálfri, háum kostnaði og síðar meira í dýru og flóknu ferli við að hefja útflutning. Í skýrslunni er einnig bent á að samstarf á milli nýsköpunarfyrirtækja hefur verið lítið og það má efla. Sjá niðurstöður í heild
“Lærum ef reynslunni” er samstarfsverkefni Íslenska sjávarklasans og Matarauðs Íslands í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu.
Mynd úr skýrslu: Lærum af reynslunni

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata