Smári Valtýr Sæbjörnsson
Aldargamall bjór er bitur og bragðvondur
Rúmlega aldargamall bjór, sem fannst í Kanada á síðasta ári, var drykkjarhæfur en ekki sérstaklega góður að sögn vísindamanns sem smakkaði hann.
Bjórinn fannst á hafsbotni í nóvember og var hann bruggaður í Halifax einhvern tímann á milli 1872 og 1890, örfáum árum eftir að Kanadaríki varð myndað árið 1867, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins ruv.is.
Bjórflaskan var nærri því full þegar hún kom úr Atlantshafinu. Vísindamenn rannsökuðu hana í bak og fyrir og aldursgreindu hana af lögun hennar og áletrun innan í tappa hennar. Að sögn Andrew MacIntosh, vísindamanns við Dalhousie háskólann í Halifax, var lágt sýrustig í bjórnum. Enn var eitthvað magn áfengis í honum og þrátt fyrir aldur var hann ekki eitraður. Hann sagði bjórinn hafa verið bitran og bragðvondan. Lyktin var með keim af brennistein og reyk. Skrýtið mintubragð var af bjórnum að sögn MacIntosh, einnig smá salt og var hann furðubitur.
Bjórinn verður sendur til Skotlands þar sem frekari rannsókn verður gerð á honum. Gögnin verða svo borin saman við aðrar bjórtegundir þess tíma til þess að varpa frekara ljósi á fyrstu bjóra Kanada.
Greint frá á ruv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður