Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Aldargamall bjór er bitur og bragðvondur

Birting:

þann

Bjór - Flaska

Rúmlega aldargamall bjór, sem fannst í Kanada á síðasta ári, var drykkjarhæfur en ekki sérstaklega góður að sögn vísindamanns sem smakkaði hann.

Bjórinn fannst á hafsbotni í nóvember og var hann bruggaður í Halifax einhvern tímann á milli 1872 og 1890, örfáum árum eftir að Kanadaríki varð myndað árið 1867, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins ruv.is.

Bjórflaskan var nærri því full þegar hún kom úr Atlantshafinu. Vísindamenn rannsökuðu hana í bak og fyrir og aldursgreindu hana af lögun hennar og áletrun innan í tappa hennar. Að sögn Andrew MacIntosh, vísindamanns við Dalhousie háskólann í Halifax, var lágt sýrustig í bjórnum. Enn var eitthvað magn áfengis í honum og þrátt fyrir aldur var hann ekki eitraður. Hann sagði bjórinn hafa verið bitran og bragðvondan. Lyktin var með keim af brennistein og reyk. Skrýtið mintubragð var af bjórnum að sögn MacIntosh, einnig smá salt og var hann furðubitur.

Bjórinn verður sendur til Skotlands þar sem frekari rannsókn verður gerð á honum. Gögnin verða svo borin saman við aðrar bjórtegundir þess tíma til þess að varpa frekara ljósi á fyrstu bjóra Kanada.

Greint frá á ruv.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið