Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Aldan fisk & sælkeraverslun tekur við í Spönginni
Fiskverslunin Hafið í Spönginni hefur nú gengið í endurnýjun og fengið nýtt yfirbragð, því nýir eigendur hafa tekið við og mun verslunin framvegis bera nafnið Aldan fisk & sælkeraverslun.
Hafið í Hlíðasmára heldur þó áfram með sína vinsælu starfsemi og býður áfram upp á ferskan og gómsætan fisk alla daga. Þar verður tekið ávallt vel á móti viðskiptavinum eins og hingað til.
Að Öldu standa Páll Fannar Pálsson og Haraldur Geir Hafsteinsson matreiðslumaður, betur þekktur sem Harry. Þeir hyggjast halda áfram þeirri góðu hefð að bjóða upp á gæða hráefni og vandaða fiskrétti fyrir sælkera.
Í tilefni opnunarinnar verður opnunartilboð dagana 10.–14. nóvember, þar sem gestir fá 20% afslátt af öllum ferskum fiski og fiskréttum.
Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 10–18:30
Föstudaga kl. 10–18:00
Mynd: facebook / Aldan Fiskverslun
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






