Uncategorized
Alba er yngsti keppandinn
Samu frá Finnlandi, Alba og Tanio frá Bulgaria
Allir eru komnir út úr verklegu prófinu. Og við misstum af Ölbu. Það er skömm frá því að segja, en við fengum rangar upplýsingar. Eins og svo oft áður hér, en það er ansi erfitt að átta sig á í hvora átt þær eru rangar.
Núna var það að Alba átti að vera 28. í prófið hún var nr. 21. Hver keppandi átti að vera inni 30 til 40 mínutur það tók hvern 10 mínútur!!
Þannig að við Sævar mældum okkur mót kl. 16°° til að fara til hennar … en þá var hún komin með bjór í hendi á barinn, sem er samastað allra (þeirra skemmtilegu alla vega) í kringum keppnina.
-
Munurinn á ooloong te frá Kína eða Taiwan?
-
Sýslur og héruð í Svíss?
-
Enska heiti á þeim manni sem er fyrir sake, það sem sommelier er fyrir vín?
-
Hvað var fyrsta rauðvínið sem var framleitt í Japan af portúgölskum trúboðum?
-
Nefna 3 fatty acids í kakómassa?
-
Hvaða franskur sommelier hefur skrifað bókina Le vin et els vins au restaurant (og fleiri bækur á frönsku)?
-
Hvað er sameiginlegt með Côteaux dAix og Sambucca í Sikiley?
-
Hvaða eyjar út af Portúgal mega bera IPR appellation?
-
Hefði einhver þekkt Viognier frá Grikklandi í blindsmökkun?
Það er fátt af því sem keppendur þurftu að glíma við, og fyrstu fréttirnar herma að af 200 stigum mögulegum voru 3 sem náðu 120 eða nálægt því… Hinir flestir standa í 30-40.
Það voru alls 45 keppendur sem mættu og Georgíu keppandinn svaf ekki yfir sig, hann fékk hjartaáfall í Moskvu á leiðinni til Rhodos… Fyrsta skipti sem þau tóku þátt. Það verður að segja að margir voru úrvinda, af erfiðinni og biðinni. En andinn er mjög góður og mikið er skrafað og borið saman og skálað.
Alba hefur staðið sig vel, hún er ánægð með sína þáttöku hún hefur líka tímann fyrir sig því hún er ekki nema 24 ára og yngsti keppandinn á eftir henni er um þritugt. Þetta er ómetanleg reynsla sem hún ætlar að byggja vel á. Og efnið er til staðar !
Á morgun er enn keppt, Peter Lehmann og Shiraz keppni og keppni um vatn (já), svo er það úrslitin og allir biða að sjálfsögðu mjög spenntir, vægast sagt. Það er talað um keppnisvana menn í úrslitum, og nöfnin sem eru nefnd manna á milli eru Gérard Basset franski englendingurinn sem hefur tekið þátt í 12 ár, Eric Zwiebel frá Frakklandi, Andreas Larsson Svíinn sem lokar sig alveg af, Paolo Basso svisslendingurinn, Véronique Revest frá Canada, sem væri fyrstra konan í úrslitum eða einhver outsider??
Svarið á morgun, í beinni á Freisting.is !
Smellið hér til að skoða myndir frá ferðalaginu (Slóð: Vínheimurinn / HM Sommelier 07)
Dominique í Rhodos

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla