Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ákvörðun um dagsektir kr. 50 þúsund vegna heitisins Loftið
Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.
Í desember 2014 var Boltabarnum ehf. bönnuð notkun heitisins Loftið þar sem það væri til þess fallið að valda ruglingshættu við auðkenni Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Ákvörðun Neytendastofu var staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í október 2015 að því leyti að Boltabarnum ehf. væri bannað að nota auðkennið Loftið í núverandi mynd.
Þar sem Boltabarinn hefur enn ekki farið að ákvörðun Neytendastofu og úrskurði áfrýjunarnefndar lagði Neytendastofa dagsektir á Boltabarinn ehf. að fjárhæð kr. 50.000 á dag þar til fyrirtækið gerir viðeigandi ráðstafanir.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér og úrskurð áfrýjunarnefndar hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






