Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Ákveðnir og duglegir kokkanemar

Birting:

þann

Sigurður Bergmann og Davíð Þór Þorsteinsson

Sigurður Bergmann og Davíð Þór Þorsteinsson

Sigurður Bergmann og Davíð Þór Þorsteinsson hafa þekkst lengi. Þeir voru saman í Síðuskóla á Akureyri og síðan lá leið beggja í grunndeild matvæla í VMA. Því námi luku þeir vorið 2018 og núna á vorönn lá leið þeirra félaga aftur í VMA – í 2. bekk í matreiðslu á matvælabrautinni.

Í 2. bekk í kokkanáminu eru tíu nemendur og hefur Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælabrautar og matreiðslumeistari, yfirumsjón með náminu, sem er blanda bóklegra og verklegra greina frá mánudegi til fimmtudags. Á miðvikudögum og fimmtudögum eru verklegar æfingar. Miðvikudagarnir fara í undirbúning matreiðslunnar og á fimmtudögum er punkturinn settur yfir i-ið og fjölbreyttir réttir töfraðir á diska, bæði heitir og kaldir.

Til þess að komast inn í 2. bekkinn í matreiðslu þurfa nemendur að hafa komist á samning hjá matreiðslumeistara. Sumir nemendur hafa lokið tilsettum námstíma á samningi þegar þeir koma í skólann, aðrir ekki.

Báðir stefna þeir Sigurður og Davíð Þór að því að taka þriðja bekkinn í matreiðslu og fara síðan í kjölfarið í sveinspróf. En að því loknu sjá þeir framhaldið á nokkuð ólíkan hátt.

Sigurður segist lengi hafa stefnt að því að verða slökkviliðsmaður og í þá átt horfi hann enn, þó svo að hann sé að læra að verða matreiðslumaður. Sigurður þekkir nokkuð vel til matreiðslu, enda er faðir hans, Sigmar Benediktsson, starfandi kokkur og ungur að aldri fór Sigurður að vinna á veitingahúsi, til að byrja með í uppvaskinu á Bautanum. Núna vinnur Sigurður með náminu sem aðstoðarkokkur á veitingahúsinu Bryggjunni á Akureyri.

Davíð Þór er staðráðinn í því að fara í þriðja bekkinn og taka síðan sveinspróf í matreiðslunni. Síðan segist hann vel geta hugsað sér að starfa utan landsteinanna í matreiðslu, e.t.v. í Frakklandi eða jafnvel Noregi, þar sem hann þekkir vel til, eftir að hafa búið þar í hálft annað ár.

„Ég er búinn að læra alveg helling síðan ég byrjaði í grunndeildinni hérna í VMA. Þegar ég byrjaði kunni ég varla meira en að spæla egg en það hefur breyst!“

segir Davíð í samtali við vma.is, en hann starfar á veitingahúsinu Múlabergi á Akureyri með skólanum.

Sigurður segir að námið í vetur hafi bætt umtalsvert við þekkingarbrunninn sem hann hafi fengið í grunndeildinni og í vinnu sinni á Bryggjunni. Ari hafi kennt ýmsa gamla og góða, klassíska hluti í matreiðslunni sem mikilvægt sé að kunna skil á.

Þegar litið var inn í verklega kennslustund í 2. bekk í matreiðslu í síðustu viku voru nemendur að elda lambaskanka. Ýmsar leiðir eru farnir í að matreiða skankana en Sigurður og Davíð Þór fóru þá leið að láta þá „malla“ í ofninum yfir nóttina – í fjórtán tíma – á 65 gráðu hita. Með því móti segjast þeir vera nokkuð öruggir um að skankarnir séu fyrsta flokks.

Þeir eru sammála um að eldamennskan geti oft verið nokkuð stressandi. En lykilatriði sé að vanda undirbúninginn sem best. Sé hann góður þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur.

„Þetta getur vissulega verið stressandi starf. Það býður ekki bara upp á Ítalíutónlist og kósíheit,“

segir Sigurður Bergmann.

Mynd: vma.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið