Markaðurinn
Áhugavert barnámskeið hjá Mika Ammunét & Ria Paljärvi – Mate Hospitality
Á morgun fimmtudaginn 21. september, frá 14:00 – 16:00 munu þau Mika Ammunét & Ria Paljärvi, eigendur hins finnska Bar Mate, halda áhugavert námskeið sem þau kalla „Mate Hospitality“, í samstarfi við Bacardi og Mekka Wines & Spirits.
Mate Hospitality er ný nálgun á barsenuna, þau fara yfir hvernig þau reka barinn sinn á rótækann og nýstárlegann hátt með breyttum áherslum í stjórnun, gagnsæi og áreiðanleika með það að markmiði að skapa langvarandi breytingu á því hvernig við rekum bari framtíðarinnar.
Auk þess munu þau sýna okkur nokkrar ferskar hugmyndir að drykkjum sem hafa hjálpað þeim að gera Bar Mate að einum vinsælasta bar Finnlands og sigurvegara sem besti nýji kokteilbarinn á Bartenders Choice Awards í Finnlandi.
Námskeiðið verður haldið á Tipsy við Hafnarstræti og er það gjaldfrjálst fyrir alla samstarfsaðila Mekka Wines & Spirits.
Takmarkað sætapláss er í boði og er því lykilatriði að staðfesta þátttöku á netfangið [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?