Markaðurinn
Áhugavert barnámskeið hjá Mika Ammunét & Ria Paljärvi – Mate Hospitality
![Áhugavert barnámskeið hjá Mika Ammunét & Ria Paljärvi - Mate Hospitality](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2023/09/finnski-bar-mate-1024x1024.jpg)
Geggjuðu gestabarþjónarnir Mika Ammunét & Ria Paljajärvi, eigendur Bar Mate í Helsinki verða með Bacardi PopUp á fimmtudaginn á Tipsy Bar og verður seðillinn þeirra svo í gangi alla helgina.
Bar Mate vann besti nýi barinn í Bartender Choice Awards í Finnlandi í ár ásamt Mika er margverðlaunaður barþjónn sem hefur unnið á fjölda vinsælla staða bæði í Finnlandi og Ástralíu. Viðburður sem vert er að kíkja á.
Þeim innan handar verður Juho Eklund Brand Ambassador Bacardi, sem mun svara öllum ykkar spurningum um Bacardi vörubreiddina.
Á morgun fimmtudaginn 21. september, frá 14:00 – 16:00 munu þau Mika Ammunét & Ria Paljärvi, eigendur hins finnska Bar Mate, halda áhugavert námskeið sem þau kalla „Mate Hospitality“, í samstarfi við Bacardi og Mekka Wines & Spirits.
Mate Hospitality er ný nálgun á barsenuna, þau fara yfir hvernig þau reka barinn sinn á rótækann og nýstárlegann hátt með breyttum áherslum í stjórnun, gagnsæi og áreiðanleika með það að markmiði að skapa langvarandi breytingu á því hvernig við rekum bari framtíðarinnar.
Auk þess munu þau sýna okkur nokkrar ferskar hugmyndir að drykkjum sem hafa hjálpað þeim að gera Bar Mate að einum vinsælasta bar Finnlands og sigurvegara sem besti nýji kokteilbarinn á Bartenders Choice Awards í Finnlandi.
Námskeiðið verður haldið á Tipsy við Hafnarstræti og er það gjaldfrjálst fyrir alla samstarfsaðila Mekka Wines & Spirits.
Takmarkað sætapláss er í boði og er því lykilatriði að staðfesta þátttöku á netfangið [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita