Frétt
Agnar eldar besta matinn í London
Besti maturinn í London fæst á veitingastaðnum Texture sem íslenski matreiðslumaðurinn Agnar Sverrisson rekur og er yfirmatreiðslumaður staðarins, ef marka má Hardens-veitingahúsavísinn fyrir árið 2019. Hardens-veitingahúsavísirinn er gefinn út árlega og er afar virtur í Bretlandi.
„Það sem er skemmtilegt við þetta að það eru ekki einhverjir þrír eða fjórir sem ákveða þetta heldur eru það, að ég held, einhver 9.000 manns sem skrifa í vísinn. Svo þetta eru kúnnarnir. Það er auðvitað enn betra. Þá veit maður að maður er að gera eitthvað rétt,“
segir Agnar í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: texture-restaurant.co.uk
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






