Vertu memm

Frétt

Afhendingartími eggja lengdur

Birting:

þann

Egg - Bakstur - Hveiti

Egg skal nú afhenda neytendum í síðasta lagi innan 28 daga frá varpi.

Nýlega var gerð breyting á reglugerð sem eykur leyfilegan frest til að afhenda neytendum egg, úr 21 degi frá varpi í 28 daga. Er breytingin gerð til að samræma reglur hér á landi við gildandi reglur í Evrópusambandinu.

Á vef Matvælastofnun segir að sá sem þvær egg fyrir dreifingu skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun til þvotta og pökkunar á eggjum. Þvottur getur eyðilagt náttúrlega vörn eggjanna gegn sýklum og eykur hættu á að smit komist inn í eggin og því er mikilvægt að rétt sé staðið að þvotti þeirra.

Hafa skal í huga að egg geymast í lengri tíma ef þau hafa verið geymd á réttan hátt. Óþvegin egg hafa lengra geymsluþol en egg sem hafa verið þvegin. Við þvott skemmist himnan á eggjaskurninni en hún veitir egginu náttúrulega vörn gegn uppgufun og örverumengun.

Egg frá eggjaframleiðendum án starfsleyfis ætti ekki geyma lengi fram yfir „Best fyrir“ dagsetningu. Þessir framleiðendur þurfa ekki að taka sýni úr hænunum til vöktunar á salmonellu. Mælt er með að egg með óþekkta salmonellu stöðu séu ekki geymd lengur en 4 vikur frá varpi þar sem Salmonella, ef hún er til staðar, getur fjölgað sér með tímanum.

Ávallt skal þvo hendur eftir meðhöndlun eggja við matreiðslu og er það mjög mikilvægt við meðhöndlun eggja sem ekki hafa verið þvegin.

Auglýsingapláss

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið