Frétt
Afhendingartími eggja lengdur
Egg skal nú afhenda neytendum í síðasta lagi innan 28 daga frá varpi.
Nýlega var gerð breyting á reglugerð sem eykur leyfilegan frest til að afhenda neytendum egg, úr 21 degi frá varpi í 28 daga. Er breytingin gerð til að samræma reglur hér á landi við gildandi reglur í Evrópusambandinu.
Á vef Matvælastofnun segir að sá sem þvær egg fyrir dreifingu skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun til þvotta og pökkunar á eggjum. Þvottur getur eyðilagt náttúrlega vörn eggjanna gegn sýklum og eykur hættu á að smit komist inn í eggin og því er mikilvægt að rétt sé staðið að þvotti þeirra.
Hafa skal í huga að egg geymast í lengri tíma ef þau hafa verið geymd á réttan hátt. Óþvegin egg hafa lengra geymsluþol en egg sem hafa verið þvegin. Við þvott skemmist himnan á eggjaskurninni en hún veitir egginu náttúrulega vörn gegn uppgufun og örverumengun.
Egg frá eggjaframleiðendum án starfsleyfis ætti ekki geyma lengi fram yfir „Best fyrir“ dagsetningu. Þessir framleiðendur þurfa ekki að taka sýni úr hænunum til vöktunar á salmonellu. Mælt er með að egg með óþekkta salmonellu stöðu séu ekki geymd lengur en 4 vikur frá varpi þar sem Salmonella, ef hún er til staðar, getur fjölgað sér með tímanum.
Ávallt skal þvo hendur eftir meðhöndlun eggja við matreiðslu og er það mjög mikilvægt við meðhöndlun eggja sem ekki hafa verið þvegin.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin