Frétt
Afhendingartími eggja lengdur
Egg skal nú afhenda neytendum í síðasta lagi innan 28 daga frá varpi.
Nýlega var gerð breyting á reglugerð sem eykur leyfilegan frest til að afhenda neytendum egg, úr 21 degi frá varpi í 28 daga. Er breytingin gerð til að samræma reglur hér á landi við gildandi reglur í Evrópusambandinu.
Á vef Matvælastofnun segir að sá sem þvær egg fyrir dreifingu skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun til þvotta og pökkunar á eggjum. Þvottur getur eyðilagt náttúrlega vörn eggjanna gegn sýklum og eykur hættu á að smit komist inn í eggin og því er mikilvægt að rétt sé staðið að þvotti þeirra.
Hafa skal í huga að egg geymast í lengri tíma ef þau hafa verið geymd á réttan hátt. Óþvegin egg hafa lengra geymsluþol en egg sem hafa verið þvegin. Við þvott skemmist himnan á eggjaskurninni en hún veitir egginu náttúrulega vörn gegn uppgufun og örverumengun.
Egg frá eggjaframleiðendum án starfsleyfis ætti ekki geyma lengi fram yfir „Best fyrir“ dagsetningu. Þessir framleiðendur þurfa ekki að taka sýni úr hænunum til vöktunar á salmonellu. Mælt er með að egg með óþekkta salmonellu stöðu séu ekki geymd lengur en 4 vikur frá varpi þar sem Salmonella, ef hún er til staðar, getur fjölgað sér með tímanum.
Ávallt skal þvo hendur eftir meðhöndlun eggja við matreiðslu og er það mjög mikilvægt við meðhöndlun eggja sem ekki hafa verið þvegin.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






