Uncategorized
Áfengisgjaldið hækkar um 12,5%
Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 11,5% hækkun áfengisgjalds, en lög um 12,5% hækkun voru afgreidd á Alþingi í kvöld. Þetta gjald er krónuskattur sem leggst á áfenga drykki og hefur verið hingað til 58.70 kr pr. % vínanda, að frádregnum 2,25% fyrir bjór og léttvín upp að 15% vínanda. Þetta þýðir skv. fréttatilkynningu frá ÁTVR að léttvín (13,5%) hækkar um 5,2%, bjór (5%) um 5,8%, vodki um 9,2% og koníak um 4,4%.
Þetta er þó ekki endanlegar tölur þar sem ÁTVR gefur birgjunum möguleika á að tilkynna um nýtt verð og ný verðskrá verður birt í kjölfari, segir í tilkynningu frá ÁTVR. Miðað við verðhækkanir undanfarið í flutningskostnaði og í kjölfar gengishrun krónunnar, er mjög ólíklegt að birgjar taki að sér jafnvel hluta af þessari hækkun þannig að reikna má með að þessi hækkun skilar sér til fulls í útsöluverð.
Samtök iðnaðarins hafa þegar mótmælt þessa hækkun fyrir hönd bjórframleiðendanna, þar sem verðhækkun kemur mjög hart niður á íslenska framleiðslu:
„Samtök iðnaðarins gagnrýna harðlega 12,5% hækkun áfengisgjalds, sem samþykkt var á Alþingi í kvöld. Þá segja samtökin að Alþingi ætli að höggva í sama knérunn með því að hækka álagningu ÁTVR á bjór um tæp 39% samkvæmt frumvarpi sem Alþingi er með til afgreiðslu.
Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Segja Samtök iðnaðarins, að samkvæmt frumvarpinu sé álagning ÁTVR á bjór að hækka um hvorki meira né minna en tæp 39%. Þegar áfengisgjaldahækkunin, sem samþykkt var í þinginu í kvöld, bætist við hækki útsöluverð á bjór verulega. Ríkið sé þá að taka til sín tekur 70% af útsöluverði til sín í formi áfengisgjalda, álagningar og virðisaukaskatts. Þetta getur ekki gengið,“ segja SI.“ (mbl.is 11.12)
Dominique
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan