Vertu memm

Uncategorized

Áfengisgjaldið hækkar um 12,5%

Birting:

þann

Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 11,5% hækkun áfengisgjalds, en lög um 12,5% hækkun voru afgreidd á Alþingi í kvöld. Þetta gjald er krónuskattur sem leggst á áfenga drykki og hefur verið hingað til 58.70 kr pr. % vínanda, að frádregnum 2,25% fyrir bjór og léttvín upp að 15% vínanda. Þetta þýðir skv. fréttatilkynningu frá ÁTVR að léttvín (13,5%) hækkar um 5,2%, bjór (5%) um 5,8%, vodki um 9,2% og koníak um 4,4%.

Þetta er þó ekki endanlegar tölur þar sem ÁTVR gefur birgjunum möguleika á að tilkynna um nýtt verð og ný verðskrá verður birt í kjölfari, segir í tilkynningu frá ÁTVR. Miðað við verðhækkanir undanfarið í flutningskostnaði og í kjölfar gengishrun krónunnar, er mjög ólíklegt að birgjar taki að sér jafnvel hluta af þessari hækkun þannig að reikna má með að þessi hækkun skilar sér til fulls í útsöluverð.

Samtök iðnaðarins hafa þegar mótmælt þessa hækkun fyrir hönd bjórframleiðendanna, þar sem verðhækkun kemur mjög hart niður á íslenska framleiðslu:
Samtök iðnaðarins gagnrýna harðlega 12,5% hækkun áfengisgjalds, sem samþykkt var á Alþingi í kvöld. Þá segja samtökin að Alþingi ætli að höggva í sama knérunn með því að hækka álagningu ÁTVR á bjór um tæp 39% samkvæmt frumvarpi sem Alþingi er með til afgreiðslu.

Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Segja Samtök iðnaðarins, að samkvæmt frumvarpinu sé álagning ÁTVR á bjór að hækka um hvorki meira né minna en tæp 39%. Þegar áfengisgjaldahækkunin, sem samþykkt var í þinginu í kvöld, bætist við hækki útsöluverð á bjór verulega. Ríkið sé þá að taka til sín tekur 70% af útsöluverði til sín í formi áfengisgjalda, álagningar og virðisaukaskatts. „Þetta getur ekki gengið,“ segja SI.“ (mbl.is 11.12)

Dominique

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið