Frétt
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 13.00 og lýkur u.þ.b. kl. 18.30 báða dagana.
Ómissandi sýning
STÓRELDHÚSIÐ 2007 er enn stærra en sýningin 2005 og verður fjöldi sýnenda með sýningarbása þar sem verða kynntar spennandi vörur og nýjungar fyrir stóreldhús. Fyrirtækin munu sýna matvörur, drykkjarvörur, tæki og búnað. Er slík sýning algerlega ómissandi fyrir starfsfólk og forstöðumenn stóreldhúsa.
Frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa
Gestir á seinustu sýningu komu alls staðar að af landinu og var einkar ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir gestir voru að skoða allar vörur og kynningar. Er ekki að efa að gestir munu streyma að á þessa sýningu. En þess ber að geta allt er frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa bæði á sýninguna og fyrirlestra (nema ef um sérviðburð er að ræða). STÓRELDHÚSIÐ 2007 er eingöngu ætlað starfsfólki stóreldhúsa.
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 býður líka upp á fróðlega og skemmtilega kynningar- og fyrirlestradagskrá. Dagskráin verður send út er nær líður. Í tilefni af sýningunni verður gefið út handhægt kynningarrit sem fer til sýningargesta. Og þá er bara að setja á sig sjömílnaskóna og mæta með góða skapið á STÓRELDHÚSIÐ 2007 8. og 9. nóv. þar sem ævintýrin í matargerðarlistinni bíða.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri í 587 8825 – [email protected]
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






