Frétt
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 13.00 og lýkur u.þ.b. kl. 18.30 báða dagana.
Ómissandi sýning
STÓRELDHÚSIÐ 2007 er enn stærra en sýningin 2005 og verður fjöldi sýnenda með sýningarbása þar sem verða kynntar spennandi vörur og nýjungar fyrir stóreldhús. Fyrirtækin munu sýna matvörur, drykkjarvörur, tæki og búnað. Er slík sýning algerlega ómissandi fyrir starfsfólk og forstöðumenn stóreldhúsa.
Frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa
Gestir á seinustu sýningu komu alls staðar að af landinu og var einkar ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir gestir voru að skoða allar vörur og kynningar. Er ekki að efa að gestir munu streyma að á þessa sýningu. En þess ber að geta allt er frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa bæði á sýninguna og fyrirlestra (nema ef um sérviðburð er að ræða). STÓRELDHÚSIÐ 2007 er eingöngu ætlað starfsfólki stóreldhúsa.
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 býður líka upp á fróðlega og skemmtilega kynningar- og fyrirlestradagskrá. Dagskráin verður send út er nær líður. Í tilefni af sýningunni verður gefið út handhægt kynningarrit sem fer til sýningargesta. Og þá er bara að setja á sig sjömílnaskóna og mæta með góða skapið á STÓRELDHÚSIÐ 2007 8. og 9. nóv. þar sem ævintýrin í matargerðarlistinni bíða.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri í 587 8825 – [email protected]
Fréttatilkynning
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






