Frétt
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 13.00 og lýkur u.þ.b. kl. 18.30 báða dagana.
Ómissandi sýning
STÓRELDHÚSIÐ 2007 er enn stærra en sýningin 2005 og verður fjöldi sýnenda með sýningarbása þar sem verða kynntar spennandi vörur og nýjungar fyrir stóreldhús. Fyrirtækin munu sýna matvörur, drykkjarvörur, tæki og búnað. Er slík sýning algerlega ómissandi fyrir starfsfólk og forstöðumenn stóreldhúsa.
Frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa
Gestir á seinustu sýningu komu alls staðar að af landinu og var einkar ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir gestir voru að skoða allar vörur og kynningar. Er ekki að efa að gestir munu streyma að á þessa sýningu. En þess ber að geta allt er frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa bæði á sýninguna og fyrirlestra (nema ef um sérviðburð er að ræða). STÓRELDHÚSIÐ 2007 er eingöngu ætlað starfsfólki stóreldhúsa.
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 býður líka upp á fróðlega og skemmtilega kynningar- og fyrirlestradagskrá. Dagskráin verður send út er nær líður. Í tilefni af sýningunni verður gefið út handhægt kynningarrit sem fer til sýningargesta. Og þá er bara að setja á sig sjömílnaskóna og mæta með góða skapið á STÓRELDHÚSIÐ 2007 8. og 9. nóv. þar sem ævintýrin í matargerðarlistinni bíða.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri í 587 8825 – [email protected]
Fréttatilkynning
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati