Frétt
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 verður haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl. 13.00 og lýkur u.þ.b. kl. 18.30 báða dagana.
Ómissandi sýning
STÓRELDHÚSIÐ 2007 er enn stærra en sýningin 2005 og verður fjöldi sýnenda með sýningarbása þar sem verða kynntar spennandi vörur og nýjungar fyrir stóreldhús. Fyrirtækin munu sýna matvörur, drykkjarvörur, tæki og búnað. Er slík sýning algerlega ómissandi fyrir starfsfólk og forstöðumenn stóreldhúsa.
Frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa
Gestir á seinustu sýningu komu alls staðar að af landinu og var einkar ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir gestir voru að skoða allar vörur og kynningar. Er ekki að efa að gestir munu streyma að á þessa sýningu. En þess ber að geta allt er frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa bæði á sýninguna og fyrirlestra (nema ef um sérviðburð er að ræða). STÓRELDHÚSIÐ 2007 er eingöngu ætlað starfsfólki stóreldhúsa.
Ævintýri í matargerðarlistinni
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2007 býður líka upp á fróðlega og skemmtilega kynningar- og fyrirlestradagskrá. Dagskráin verður send út er nær líður. Í tilefni af sýningunni verður gefið út handhægt kynningarrit sem fer til sýningargesta. Og þá er bara að setja á sig sjömílnaskóna og mæta með góða skapið á STÓRELDHÚSIÐ 2007 8. og 9. nóv. þar sem ævintýrin í matargerðarlistinni bíða.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri í 587 8825 – omj@islandia.is
Fréttatilkynning

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni12 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum