Uncategorized
Ætli Alko þýði "Alkinn"?
Það má sanni segja að þau hjónin hjá Vín og matur.is eru dugleg við að ferðast um heiminn og fara á glæsilega veitinqastaði, skoða vínhéruð omfl. Nýlega fór eiginkonan til Helsinki á fundi og ráðstefnu og fékk eiginmaðurinn að koma með. Hér að neðan er hægt að lesa um ferðina þeirra til Helsinki nú á dögum:
Hótel í Helsinki: Klaus K
Rakel var á fundi og ráðstefnu í Helsinki og ég fékk að koma með.
Helsinki er vinaleg borg. Manni líður eins og heima hjá sér. Helsinki er dálítið eins og stór Reykjavík undir smávegis Eistrasaltsáhrifum fyrir utan tungumálið.
Við fundum hótel á netinu sem lofaði góðu. Klaus K er nýuppgert hótel, hefur verið opið aðeins síðan í nóvember á síðasta ári. Hótelið er í Design Hotels hópnum sem er safn hótela er leggja mikið upp úr nútímalegri og flottri hönnun og þægindum. 101 Hótel er eina íslenska hótelið í hópnum. Klaus K var á þessu ári valið á Hot List hjá ferðatímaritinu Conde Nast sem inniheldur 60 topp hótel og kom það okkur því á óvart hversu ódýr herbergin voru miðað við það. 130E fyrir Envy Plus sem er eitt af stærri herbergjum hótelsins með morgunverði og útsýni út á götu. Á hótelinu eru þrír girnilegir veitingastaðir hver með sínu nefinu; lifandi ítalskur staður í andyrinu, dimmur hamborgara- og pizzustaður með finnsku kvikmyndaþema og finnskur gæðaveitingastaður með besta vínlistann. Hvíti barinn var hins vegar flottastur og er hann andlitið af næturklúbbi í kjallara hótelsins. Kokteilarnir voru girnilegir. Þjónustan á veitingastöðunum sem og öllu hótelinu var vinaleg og fyrsta flokks án nokkurs yfirlætis. Geysilega vel heppnað hótel að okkar mati.
Mikið af góðum veitingastöðum í Helsinki voru í sumarfríi í júlí en við fundum góðan ítalskan stað, Sasso, við hafnarmarkaðinn. Sasso er nútímalegur staður, vínlistinn var nokkuð góður og maturinn sömuleiðis. Þótt hann fari ekki rakleiðis í eftirminnilega flokkinn mælum við með þessum stað. Af veitingastöðunum á Klaus K prófuðum við aðeins Filmitahti sem er svona finnsk útgáfa af Planet Hollywood. Hamborgari, salat og sjeik var allt gott fyrir skyndibitastað. Staðurinn var mjög ólíkur hönnun hótelsins og það sama má segja um ítalska staðinn sem var ekki nútímalegur eins og hótelið (eða Sasso) heldur eftirmynd lítils Ristorante eða Trattoria á ítalíu.
Nýlistasafnið verð ég að minnast á. Þetta er í annað sinn sem ég kem þangað inn og var sýningin nú sérstaklega flott (skoðaðu líka þessa auglýsingu). Hvert verkið af öðru (mörg verk tóku mikið pláss, jafnvel heilan sal) heillaði okkur upp úr skónum, hvert á sinn hátt. Enginn sem fer til Helsinki má missa af þessu safni en húsið er eitt og sér þess virði að skoða.
Ekki voru gerðir merkir vínfundir í þessari ferð en þó fórum við í Alko sem er finnska vínmónópólían. Ætli Alko þýði „Alkinn“? Það kæmi mér a.m.k. ekki á óvart miðað við staflana af forvarnarlesefni í anddyri vínbúðanna finnsku. Í Alkanum keypti ég hvítvínið Greco frá framleiðanda sem ég skoðaði fyrir löngu og heitir Di Majo Norante. Hann gerir góð kaup í Molise héraðinu syðst á Ítalíu og var þetta hvítvín all skemmtilegt verð ég segja. Keypti líka freyðivín frá Ferrari í Trentino héraði sem er einn fremsti freyðivínsframleiðandi Ítalíu. Freyðivínið var sömuleiðis skemmtilegt.
Smelltu hér til að sjá myndir af Klaus K, Sasso og nokkrar aðrar velvaldar frá Helsinki á flickr.com
Greint frá á heimasíðunni vinogmatur.is
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Uppskriftir5 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal