Vín, drykkir og keppni
Aðstoðarskötumeistari var þekktasti veitingamaður Suðurnesjamanna, Axel Jónsson – Vídeó
Á fjórða hundrað manns mættu í Skötuveislu á Réttinum í Reykjanesbæ á Þorláksmessu og nutu skötu og meira góðgætis undir ljúfum tónum frá Guðmundi Hermannssyni, Mumma.
„Þetta er mesti fjöldi sem hefur komið hingað í skötuveislu. Við höfum verið að byggja þetta upp á síðustu árum, þannig að þetta er ánægjulegt,“
sagði Magnús Þórsson, eigandi Réttarins í samtali við Víkurfréttir. Með honum var hans starfsfólk sem var á hlaupum við að þjónusta svo marga sem komu í skötuveisluna.
Til aðstoðar var enginn annar en þekktasti veitingamaður Suðurnesjamanna, Axel Jónsson eigandi Skólamatar.
„Það vantaði mann í feitina. Ég var tilvalin í það,“
sagði Axel sem hefur einbeitt sér að því að gera góðan skólamat fyrir nemendur undanfarin tuttugu og fimm ár.
Tíðindamaður VF heyrði í þeim félögum og elsta viðskiptavini dagsins, Gunnari Jónssyni, sem fagnaði aldarafmæli á árinu:
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni