Vertu memm

Frétt

Aðalfundur Vínþjónasamtaka Íslands

Birting:

þann

Brass

Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Brass

  • Veitingastaðurinn Brass, Hótel Alda
  • Laugavegur 66
  • Fimmtudagur, 28. Janúar
  • Kl: 17:00

Boðið verður uppá léttar veitingar á Brass á meðan ný stjórn kynnir framtíðaráform samtakanna. Farið verður sérstaklega yfir eftirfarandi atriði:

Hvar geta nýir meðlimir skráð sig í Vínþjónasamtökin.

Hvað felst í því að vera meðlimur og hvernig geta samtökin stutt vínþjóna og aðra áhugasama.

Íslandsmeistaramót vínþjóna.

Norðurlandamót vínþjóna 2021 á Íslandi.

Vinsamlegast athugið að þar sem einungis 20 manns komast að vegna sóttvarnaraðgerða óskum við eftir því að áhugasamir hafi samband í gegnum tölvupóst til að staðfesta komu sína.

Ef færri komast að heldur en vilja, er alltaf hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst á [email protected]

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Alba E. H. Hough
President – Icelandic Sommelier Association
Forseti – Vínþjónasamtök Íslands
[email protected]

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið