KM
Aðalfundur KM
Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistaraverður haldinn þriðjudaginn 5. maí 2009 og hefst kl 17.00 stundvíslega á 2. hæð Radison SAS Hótel Sögu.
Aðalfundarstörf eru:
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra
3. Kosning fundarritara
4. Fundargerð síðasta aðalfundar
5. Skýrsla forseta
6. Skýrsla gjaldkera
7. Skýrslur nefnda á vegum KM
8. Lagabreytingar
9. Stjórnarkosningar.
10. Kosning skoðunarmanna reikninga
11. Kosning fulltrúa í stjórn N.K.F.
12. Kosning í nefndir á vegum K.M.
13. Félagsgjöld
14. Önnur mál
15. Fundi slitið
7.2 Fundarboð og tillögur að lagabreytingum á aðalfund á að senda með minnst átta daga fyrirvara, bréflega.
7.3 Félagar skulu á aðalfundi bera einkennisklæðnað, kokkajakka og svartar buxur. Þeir félagar sem K.M. hefur heiðrað með orðu skulu bera þær á aðalfundi.
7.4 Aðalfundur kýs fundarstjóra og fundarritara. Atkvæðisrétt er aðeins hægt að nota með því að mæta á aðalfund og einnig verða menn að vera skuldlausir við K.M. til að neyta atkvæðisréttar síns.
Hlé verður gert á fundinum fyrir matarmikla súpu ofl. og eftir fund eða um kl 21.00 er félögum boðið í heimsókn til samstarfsfyrirtækis okkar Bakó Ísberg og þiggja léttar veitingar og kynnast starfseminni þar.
Þar munu þessir tveir aðilar undirrita gullsamning sinn til næstu 4ra ára.
Vinsamlega mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara.
http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/event.php?eid=58538665894
Gleðikvöld 9. maí
Árshátíð klúbbsins verður að þessu sinni sameinuð hátíðarkvöldverði sem haldinn er í tengslum við 70 ára afmælisþing NKF laugardaginn 9. maí í Súlnasal Radison SAS Hótel Sögu. Þangað er öllum skuldlausum félögum KM boðið frítt en makar greiða kr. 5000/- fyrir kvöldið.
Innifalinn er glæsilegur 4ra rétta matseðill kokkalandsliðsins ásamt viðeigandi drykkjum, glæsilegri skemmtidagskrá og dansleik.
Bókanir fyrir kvöldið eru í umsjá eftirtalinna.
Sigurvin Gunnarsson s. 8993327 [email protected]
Guðjón Steinsson s. 8241416 [email protected]
Hafliði Halldórsson s. 6964443 [email protected]
Hvetjum ykkur til að bóka og greiða ( fyrir maka ) sem allra fyrst og í síðasta lagi á aðalfundinum 5. maí.
Reikningsnúmer 0513 26 406407 kt.571091-1199
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý





