Frétt
Áætlað að um 30 ný veitingahús opni í miðborg Reykjavíkur á næstu 18 mánuðum
Áformað er að opna minnst 30 veitingahús í miðborg Reykjavíkur á næstu 18 mánuðum. Samhliða þessari sögulegu fjölgun bendir margt til að mörg veitingahús í miðborginni standi ekki undir núverandi leigu. Það gæti þýtt sársaukafulla aðlögun.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir í samtali við Morgunblaðið, dæmi um að búið sé að „keyra svo upp leiguna að staðirnir ráða ekki við það“. Vegna breyttrar stöðu í veitingageiranum hefur Reginn endurskoðað áform um fjölda veitingarýma á Hafnartorgi.
Eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær eru vísbendingar um að spár um fjölgun ferðamanna í ár rætist ekki. Það sama gildir um veitingahús og hótel að fyrirhugað er að stórauka starfsemina í miðborginni næstu ár. Mun sá rekstur eiga mikið undir því að ferðamönnum fjölgi meira. Þeir hagsmunir ná líka til lífeyrissjóða, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






