Uncategorized
A Mano og Promessa – Nýi árgangurinn framúrskarandi
Vín frá Puglia-héraði á syðsta odda Ítalíu hafa náð miklum vinsældum á Norðurlöndum allra síðustu ár. Fjöldamörg vín hafa komið fram á sjónarsviðið en það vín sem lengstum hefur dregið vagninn og mestra vinsælda notið heitir A Mano. Hér á landi hefur það verið mjög vinsælt enda traust og gott vín á hagstæðu verði. Nú er kominn nýr árgangur í Vínbúðirnar og þykir hann sá allra besti hingað til. „Árið 2003 sprakk út í höndunum á okkur,“ segir maðurinn á bak við A Mano, ameríski víngerðarmaðurinn Mark S. Shannon. Hann fluttist til Puglia fyrir nokkrum árum og ákvað í samstarfi við konu sína Elvezia að hefja vínrækt. Á undraskömmum tíma hafa vín þeirra vakið heimsathygli. Ekki síður vekur athygli að Ameríkani skuli gera innrás í ítalska vínmenningu þar sem hefðin er sterk og menn ekki mikið fyrir að láta einhverja útlendinga segja sér fyrir verkum. En heimamenn tóku Shannon í sátt um leið og þeir smökkuðu á hinum frábæru vínum þeirra hjóna sem hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár. Auk A Mano fást önnur vín frá þeim hér á landi, Promessa Rosso Salento og Promessa Negroamaro.
Verð í Vínbúðum: Promessa Rosso Salento kostar 990 kr. í flösku en 3.590 kr. í 3 lítra kassa.
Promessa Negroamaro og Amano kosta 1.090 kr.
Greint frá á Vísir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu





