Vertu memm

Uncategorized

A Mano og Promessa – Nýi árgangurinn framúrskarandi

Birting:

þann

Vín frá Puglia-héraði á syðsta odda Ítalíu hafa náð miklum vinsældum á Norðurlöndum allra síðustu ár. Fjöldamörg vín hafa komið fram á sjónarsviðið en það vín sem lengstum hefur dregið vagninn og mestra vinsælda notið heitir A Mano. Hér á landi hefur það verið mjög vinsælt enda traust og gott vín á hagstæðu verði. Nú er kominn nýr árgangur í Vínbúðirnar og þykir hann sá allra besti hingað til. „Árið 2003 sprakk út í höndunum á okkur,“ segir maðurinn á bak við A Mano, ameríski víngerðarmaðurinn Mark S. Shannon. Hann fluttist til Puglia fyrir nokkrum árum og ákvað í samstarfi við konu sína Elvezia að hefja vínrækt. Á undraskömmum tíma hafa vín þeirra vakið heimsathygli. Ekki síður vekur athygli að Ameríkani skuli gera innrás í ítalska vínmenningu þar sem hefðin er sterk og menn ekki mikið fyrir að láta einhverja útlendinga segja sér fyrir verkum. En heimamenn tóku Shannon í sátt um leið og þeir smökkuðu á hinum frábæru vínum þeirra hjóna sem hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár. Auk A Mano fást önnur vín frá þeim hér á landi, Promessa Rosso Salento og Promessa Negroamaro.

Verð í Vínbúðum: Promessa Rosso Salento kostar 990 kr. í flösku en 3.590 kr. í 3 lítra kassa.
Promessa Negroamaro og Amano kosta 1.090 kr.

Greint frá á Vísir.is

 

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið