Uncategorized
A Mano og Promessa – Nýi árgangurinn framúrskarandi
Vín frá Puglia-héraði á syðsta odda Ítalíu hafa náð miklum vinsældum á Norðurlöndum allra síðustu ár. Fjöldamörg vín hafa komið fram á sjónarsviðið en það vín sem lengstum hefur dregið vagninn og mestra vinsælda notið heitir A Mano. Hér á landi hefur það verið mjög vinsælt enda traust og gott vín á hagstæðu verði. Nú er kominn nýr árgangur í Vínbúðirnar og þykir hann sá allra besti hingað til. „Árið 2003 sprakk út í höndunum á okkur,“ segir maðurinn á bak við A Mano, ameríski víngerðarmaðurinn Mark S. Shannon. Hann fluttist til Puglia fyrir nokkrum árum og ákvað í samstarfi við konu sína Elvezia að hefja vínrækt. Á undraskömmum tíma hafa vín þeirra vakið heimsathygli. Ekki síður vekur athygli að Ameríkani skuli gera innrás í ítalska vínmenningu þar sem hefðin er sterk og menn ekki mikið fyrir að láta einhverja útlendinga segja sér fyrir verkum. En heimamenn tóku Shannon í sátt um leið og þeir smökkuðu á hinum frábæru vínum þeirra hjóna sem hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár. Auk A Mano fást önnur vín frá þeim hér á landi, Promessa Rosso Salento og Promessa Negroamaro.
Verð í Vínbúðum: Promessa Rosso Salento kostar 990 kr. í flösku en 3.590 kr. í 3 lítra kassa.
Promessa Negroamaro og Amano kosta 1.090 kr.
Greint frá á Vísir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila