Vertu memm

Veitingarýni

Á ferð um Djúpið

Birting:

þann

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Aðalbjörg Hrafnsdóttir

Aðalbjörg Hrafnsdóttir

Stundum verður maður bæði undrandi og glaður þegar maður er á ferð og dettur niður á gullmola þar sem alls ekki er von, en það gerðist fyrir mig hér um daginn.

Ég var að þvælast fyrir vestan nú fyrir stuttu og ætlaði út að jökli (Drangajökli) en ég hafði heyrt um lítið kaffihús á Nautseyrinni sem er í leiðinni og þangað ætlaði ég fyrst.

Nauteyri er innst í Ísafjarðardjúpi, á Langadalsströnd. Þegar keyrt er að sunnan og búið að aka í gegnum Hólmavík og yfir Steingrímsfjarðarheiði, er komið að Steinshúsi skömmu eftir fyrstu beygju til hægri af þjóðveginum.

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík

Í Steinshúsi getur að líta sýningu um skáldið Stein Steinar í máli og myndum og í sama húsnæði er rekið kaffihús og veitingasala þar sem opið er frá klukkan 10 til 20 alla daga vikunnar að minnsta kosti út ágúst.

Hér ræður ríkjum hún Aðalbjörg Hrafnsdóttir eða Abba eins og ég þekki hana en ég veit að hún er bæði listakokkur og elskar að baka.

Abba er eins og ég sagði magnaður bakari og hér eru því í boði frábærar heimalagaðar kökur ásamt yndislega góðu rúgbrauði með silung neðan af Tálknafirði eða heiðarlegt síldarbrauð sem er ekki á hverju strái lengur.

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Mexíkósk kjúklingasúpa

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Reyktur lax - Smurbrauð

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Síld og egg - Smurbrauð

Auk þess er boðið upp á vöfflur með rjóma og ég veit að núna um Verslunarmannahelgina verður hún með sprengiverð á vöfflunum enda eru margir sem eiga eftir að leggja leið sína á Nautseyrina.

Enn fremur er frábær kjúklingasúpa í Steinshúsi sem er afar vinsæl hjá ferðahópum og einstaklingum sem eiga leið um. En það get ég fullyrt að súpan svíkur ekki neinn og er þess virði að prófa ef komið er við.

Þegar að er gáð eru margar góðar ástæður til að gera stans hjá Steinshúsi þegar ekið er um héraðið, fyrir utan afar merkilega sýningu og fádæma gott kaffi í sveitasælunni:

„Fólk getur setið hér á veröndinni og fylgst með hvölunum í Djúpinu leika sér á meðan það drekkur kaffið, og svo stingur haförn sér niður eftir æti.

Ferðalangar eru ekki síst hrifnir af þessu svæði, þeir halda örlítið lengra og fara inn í Kaldalón, þar sem Drangajökull skríður fram,“

segir Abba.

Í Steinshúsi eru stundum haldnir tónleikar og skáld stíga gjarnan á svið og lesa upp eftirlætisljóð sín eftir Stein og eigin verk. Dagskráin er auglýst á Facebook-síðu staðarins, Steinshús.

Ég mæli eindregið með viðkomu í Steinshúsi en Steinn Steinar var þegar upp er staðið áhugaverður einstaklingur og skáld. Ekki skaða veitingarnar hennar Öbbu heldur og verðið er mönnum sæmandi.

Lifið heil.

Auglýsingapláss

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið