Markaðurinn
A.C. Perchs nú fáanlegt í lauslaufa pakkningum – 2 kg pakkningar fyrir veitingageirann
Nathan hefur tekið í sölu lauslaufate frá einu elsta og virtasta tehús Evrópu, A.C. Perchs Thehandel. Teið kemur í í 2 kg pakkningum. Þetta eru frábært te fyrir veitingastaði, kaffihús og hótel sem vilja bjóða upp á hágæða te.
A.C. Perchs hefur starfað óslitið frá árinu 1835, og er þekkt fyrir að velja te af hæstu gæðum frá bestu teræktendum heims. Tehúsið hefur sérhæft sig í klassískum og nútímalegum teblöndum sem byggja á handverki, nákvæmni og virðingu fyrir hráefninu.
Sólrún Reginsdóttir, vöru- og viðskiptastjóri hjá Nathan, segir við Veitingageirann:
„Perchs tein hafa verið ótrúlega vinsæl meðal íslenskra veitingastaða og kaffihúsa. Mörg hafa beðið um stærri einingar, og því erum við mjög ánægð að geta nú boðið upp á tein í 2 kg pakkningum. Þetta gefur veitingaaðilum betri verðpunkt, meiri sveigjanleika og stílhreina og faglega framsetningu.“
Lauslaufatein verða í boði í vinsælustu tegundum Perchs, þar á meðal klassísk svört te, grænu tein og sérvöldum blöndum sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Nathan þjónustar veitingageirann með reglulegum innflutningi á Perchs-teum og býður staðarhöldurum einnig ráðgjöf varðandi val, framreiðslu og uppsetningu á drykkjarseðli.
Þess má til gamans geta, að A.C. Perchs tein eru einnig til sölu í gjafaumbúðum hjá verslunum Epal.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra








