Freisting
Á annað tonn af skyri til Bandaríkjanna í hverri viku
Sala á íslensku skyri í verslunum Whole Foods Market-keðjunnar (WFM) í Bandaríkjunum eykst stöðugt og fer nú á annað tonn af skyri vikulega vestur um haf.
Boðið er upp á skyr með vanillubragði og bláberjabragði, en von er á jarðarberjaskyri og hreinu skyri til viðbótar. Hreina skyrið verður m.a. notað í tilbúna eftirrétti sem seldir verða í verslunum WFM, að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra átaksverkefnisins Áforms.
Talsvert leggst til af smjöri við skyrframleiðsluna. Smjörfjöll safnast fyrir hvarvetna í heiminum þar sem búnar eru til fitusnauðar mjólkurafurðir, sagði Baldvin.
Nú hafa Whole Foods Market-búðirnar, sem allar eru með eigin bakarí, byrjað að baka úr íslensku smjöri. Þeim finnst það frábært hráefni. Við seljum þeim smjör í neytendapakkningum, en aðalmagnið fer í baksturinn. Þeir keyptu af okkur 140 tonn af smjöri, sem voru birgðirnar sem okkur var sagt að væru til heima. Þeir eru reiðubúnir að kaupa enn meira af íslensku smjöri og vilja líka fá það fyrir eldhúsin sín, sem nota gríðarmikið smjör.
Fleiri búðir bætast við
Sala íslensku landbúnaðarafurðanna í Whole Foods Market hefur farið fram í 29 verslunum keðjunnar á svonefndu Mið-Atlantshafssvæði sem er í kringum höfuðborgina Washington DC.
Baldvin hefur einnig átt fundi með fulltrúum sölusvæðis WFM í norðausturhluta Bandaríkjanna, sem m.a. nær til Boston og New York, þar sem eru 35 verslanir.
Þeir vilja allir gera nákvæmlega sama og við höfum gert hér á Washingtonsvæðinu og fara að selja íslenskar afurðir um leið og við fáum nægilegt magn, sagði Baldvin.
Við stefnum á að byrja í New York í september næstkomandi með skyr, osta og smjör. Svo kemur lambið líka í byrjun september. Við þyrftum að fá að minnsta kosti helmingi meira af lambakjöti en lítur út fyrir að við fáum í haust, til að geta uppfyllt óskir markaðarins.
Heill gámur af súkkulaði frá Nóa- Síríus, í gömlu smjörpappírspakkningunni frá 1933, er væntanlegur til Bandaríkjanna á næstu dögum. Suðusúkkulaðið er í fjórum styrkleikum og hefur vakið mikla lukku meðal bandarískra neytenda. Það þykir súkkulaðinu til framdráttar að vera framleitt úr íslensku mjólkurdufti.
Upprunavottaður fiskur
Í haust verður einnig byrjað að selja upprunavottaðan ferskan íslenskan fisk í verslunum WFM. Þá geta viðskiptavinirnir fengið upplýsingar um hvar fiskurinn veiddist og hvenær og af hvaða báti. Hægt verður að skoða mynd af stjóranum. Eins eru WFM verslanirnar að athuga með að nota–bátnum og skip sjófrystan íslenskan fisk í tilbúna fiskrétti sem væntanlegir eru á markað í haust.
Þar verður m.a. boðið upp á steiktan fisk að íslenskum hætti og plokkfisk. Þá er einnig til athugunar að selja frystan íslenskan fisk í neytendaumbúðum. Þá á að taka íslenskan saltfisk til sölu og verður sett upp sérstök útvötnunarstöð á vegum WFM til að útvatna saltfiskinn og búa hann í hendur neytenda.
Við erum að selja í 29 WFM-búðir á Washington-svæðinu og 35 til viðbótar hafa staðfest að þær eru að hefja viðskipti, eða alls 64 búðir. Eftir standa 125 búðir sem allar vilja vera með. Við munum sinna þeim eftir því sem vörumagnið að heiman eykst, sagði Baldvin.
Í október og nóvember í haust verður sérstakt Íslandsátak og kynning í 29 verslunum á Washington-svæðinu og þar á eftir vikulöng Íslandskynning í WFM-verslunum í New York og önnur vikulöng kynning á Boston-svæðinu.
Þá verður lögð áhersla á að koma eins miklu af íslenskum afurðum á framfæri og mögulegt er.
Baldvin taldi að á þessu ári yrðu flutt 400 500 tonn af íslenskum landbúnaðarafurðum til Bandaríkjanna. Allt bendir til þess að magnið geti tvöfaldast á næsta ári, ef hægt er að framleiða nóga vöru. Í viðbót kemur eldisfiskur frá fiskeldi Samherja og aðrar ferskar sjávarafurðir sem þykja lofa mjög góðu.
Þetta ræðst ekki lengur af því hvort markaðurinn vill afurðirnar, það er þegar skortur á afurðum að heiman, sagði Baldvin.
Greint frá á mbl.is
Rúnar Larsen
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli1 dagur síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember