Markaðurinn
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
Matreiðslumenn – bakarar – framreiðslumenn – kjötiðnaðarmenn
Markmið námskeiðsins er að auka skilning og hæfni stjórnenda og starfsfólks til að skapa og innleiða leiðtogamenningu. Það ríki traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín.
Með velvild og stuðningi aukum við starfsánægju og minnkum líkur á langtíma veikindum og kulnun. Um leið aukum við árangur og samkeppnishæfni.
Það sem er tekið fyrir:
- Hvernig góður starfsandi, sjálfsöryggi og samvinna styrkja leiðtogahæfni.
- Hvernig markviss uppbygging á leiðtogamenningu eykur gleði og árangur.
- Hvernig starfsmenn geta aukið lífsorkuna, jákvætt hugarfar og starfsánægju.
- Hvernig hægt er að draga úr veikindum og kulnun.
Ávinningur:
- Aukin þekking á leiðum til að skapa menningu leiðtoga.
- Hæfni til að byggja upp meira sjálfsöryggi, traust og samvinnu.
- Stjórnendur og starfsmenn ræða fyrr saman um líðan.
- Nýr skilningur á áhrifamætti einfaldra lífsorkuæfinga (t.d. Qigong).
- Meiri starfsánægja, minni veikindi og kulnun.
- Styrkjum leiðtogahæfni allra.
- Við getum gert betur í dag en í gær.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðum og léttum lífsorkuæfingum. Ræðum leiðir til að styrkja leiðtogahæfni, auka starfsánægju, einbeitingu og árangur. Einnig lærum við og njótum saman léttra Qigong lífsorkuæfinga. Það er góður grunnur að heilsu og lífskrafti til að njóta lífsins enn betur í leik og starfi. Kennari er Þorvaldur Ingi Jónsson. Hann er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Þorvaldur heldur fyrirlestra um áhrifamátt leiðtogamenningar og jákvæðs skapandi lífsmáta, ásamt því að kenna og leiða Qigong lífsorkuæfingar.
Umsögn frá námskeiðinu í mars 2024. Námskeiðið, kennslan og námskeiðsgögnin voru mjög góð. Þorvaldur mjög vel máli farinn og skemmtilegur. Farið var vel yfir lykilþætti til að styrkja leiðtogahæfni hjá öllum starfsmönnum. Námskeiðið hjálpar okkur klárlega til að skapa enn sterkari heild og leiðtogamenningu, og er góður grunnur að meiri árangri til framtíðar. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði. Ottó Magnússon, eigandi Reykjavik fish og Klakastyttur.
HVAR OG HVENÆR
| DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
|---|---|---|---|---|
| 11.03.2025 | þri. | 14:00 | 18:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
Hefst 11. mar. kl: 14:00
- Lengd: 4 klukkustundir
- Kennari: Þorvaldur Ingi Jónsson
- Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
- Fullt verð: 22.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 5.000 kr.-
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






