Markaðurinn
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
Vatnsdeigsbollur
– u.þ.b. 15 bollur
250 ml vatn
125 g smjör
125 g hveiti
4 egg
Stillið ofn á 180°C. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi. Kælið deigið örlítið. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur. Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.
Kröns
50 g smjör
50 g hveiti
50 sykur
½ tsk. kanill
Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hnoðið saman með höndunum þangað til að allt er samlagað. Dreifið á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið inn í ofni í u.þ.b. 10 mín. Myljið niður í litlar einingar og part í mylsnu.
Karamellusósa
200 g sykur
90 g smjör
120 g rjómi frá Gott í matinn
1 tsk. salt, eða eftir smekk
Setjið sykurinn í pott og stillið á miðlungshita. Leyfið sykrinum að bráðna. Ég reyni að hræra sem minnst í sykrinum til að karamellan kristallist síður. Þegar sykurinn er bráðnaður, takið pottinn af hitanum og bætið smjörinu saman við og hrærið á meðan. Þegar smjörið og sykurinn hafa blandast saman hellið rjómanum í mjórri bunu saman við. Ef hráefnin eru köld þarf mögulega að setja pottinn aftur á helluna og leyfa karamellunni að sjóða í smá stund í viðbót eða þangað til allt er vel samblandað. Bætið teskeið af salti saman við í lokin.
Samsetning
Epla og kanil sulta frá St. Dalfour
500 ml rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Karamellusósa
Kröns
Skerið bollurnar í tvennt og setið matskeið af sultu í botninn á hverri bollu, gott er að setja rjómann í sprautupoka og sprauta hring á hverja bollu, dreifið smávegis af karamellusósu yfir rjómann og lokið síðan bollunum. Dreifið karamellusósu yfir lokið og bætið krönsinu ofan á karamellusósuna á hverri bollu.
Nánar á www.gottimatinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?