Keppni
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
Undanúrslitin í kokeilkeppni Tipsý & Bulleit var haldin í gærkvöldi og kepptu 13 kokteilar um sætið í úrslitunum. Keppendur sendu inn uppskriftir af girnilegum kokteilum og voru valdir 5 kokteilar til að keppa til úrslita.
Þessir fimm komust áfram:
B-B-B, Jakob Alf Arnarsson, Gilligogg
The splits, David Hood, Amma Don
Pickle back, Hrafnkell Ingi Gissurarson, Skál!
Pink pop, Leó Snæfeld Pálsson, Amma Don
PBNJ, Róbert Aron Vídó Proppé, Drykk
Aðalkeppnin verður haldin á morgun miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.00 á Tipsý og eru allir velkomnir að horfa á.
Það verður mikið um dýrðir á úrslitakvöldinu en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. verða kynnar kvöldsins og Dj Sóley sér um tryllta tóna.
Tipsý staðsettur í hjarta Reykjavíkur að Hafnarstræti 1-3. Tipsý er ekki bara veitingastaður, heldur upplifun fyrir bragðlaukana og með ástríðu fyrir framúrskarandi kokteilagerð, en Tipsý hefur skapað sér nafn sem einn af fremstu stöðum landsins þegar kemur að kokteilamenningu.
Minnum á fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon í dag þriðjudaginn 4. febrúar kl. 14:30 – 16:00 til að hita upp fyrir Bulleit & Tipsý keppnina.
Sjá einnig: Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
Mynd: facebook / Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans






