Keppni
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
Undanúrslitin í kokeilkeppni Tipsý & Bulleit var haldin í gærkvöldi og kepptu 13 kokteilar um sætið í úrslitunum. Keppendur sendu inn uppskriftir af girnilegum kokteilum og voru valdir 5 kokteilar til að keppa til úrslita.
Þessir fimm komust áfram:
B-B-B, Jakob Alf Arnarsson, Gilligogg
The splits, David Hood, Amma Don
Pickle back, Hrafnkell Ingi Gissurarson, Skál!
Pink pop, Leó Snæfeld Pálsson, Amma Don
PBNJ, Róbert Aron Vídó Proppé, Drykk
Aðalkeppnin verður haldin á morgun miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.00 á Tipsý og eru allir velkomnir að horfa á.
Það verður mikið um dýrðir á úrslitakvöldinu en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. verða kynnar kvöldsins og Dj Sóley sér um tryllta tóna.
Tipsý staðsettur í hjarta Reykjavíkur að Hafnarstræti 1-3. Tipsý er ekki bara veitingastaður, heldur upplifun fyrir bragðlaukana og með ástríðu fyrir framúrskarandi kokteilagerð, en Tipsý hefur skapað sér nafn sem einn af fremstu stöðum landsins þegar kemur að kokteilamenningu.
Minnum á fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon í dag þriðjudaginn 4. febrúar kl. 14:30 – 16:00 til að hita upp fyrir Bulleit & Tipsý keppnina.
Sjá einnig: Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
Mynd: facebook / Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux