Freisting
Red chili stækkar við sig
Fyrir rúmlega ári síðan eða nánar tiltekið 6 janúar 2005 opnaði staðurinn Red Chili sem er staðsettur í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 og náði staðurinn gífurlega vinsælda á svo stuttum tíma. Núna ætlar Red Chili að koma sér fyrir í miðbænum eða nánar tiltekið við Pósthússtræti 13 (áður Póstbarinn).
Helgi Guðmundsson, eigandi Póstbarsins hefur þar af leiðandi lagt niður reksturinn og hefur sameinast við eigendur Red Chili.
Eigendur staðanna Red Chili við Laugaveg og Pósthústræti eru:
Sigurður garðarsson
Þröstur Magnússon (að öðru nafni Ofurborgarinn)
Helgi Guðmundsson
Framkvæmdir hófust síðastliðin sunnudag á nýja staðnum við Pósthústræti og var allt tekið í gegn, þ.e.a.s. parket lagt á gólfin, nýr og glæsilegur bar, allt málað, eldhúsið tekið í gegn, svo eitthvað sé nefnt. Sem sagt, nýr og ferskur veitingastaður sem bætist við veitingahúsaflóruna í miðbæ Reykjavíkur.
Opnunartími Red Chili við Pósthústræti 13 verður til klukkan 03°°° um helgar með skemmtilegri salsa stemmningu.
Á morgun föstudaginn 3 mars, verður síðan formleg opnun kl; 17°°-21°° og verður staðurinn opinn til kl; 03°°.
Allir velkomnir!
Heimasíða Red Chili: www.redchili.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði