Keppni
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
Heimsmeistaramót barþjóna í kokteilagerð hófst 31. október og lýkur annað kvöld með hátíðarkvöldverði og verðlaunaafhendingu. Mótið er haldið í Madeira í Funchal, höfuðborg eyjunnar en þar keppti Grétar Matthíasson fyrir Íslands hönd.
Grétar tryggði sig áfram í úrslitin og hófst því dagurinn snemma hjá honum í morgun, þar sem keppnin hófst klukkan 8:30 með þef og lyktarprófum. Keppendur höfðu 6-12 sekúndur til þess að greina hvert efni og gera grein fyrir því, samtals þurftu keppendur að smakka 8 áfengar tegundir, bragða 12 hráefni og greina þau og einnig að lykta 12 hráefni og greina.
Sjá einnig: Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
Því næst þurftu keppendur að þreyta skriflegt próf þar sem kunnátta þeirra í kokteilagerð, almenn þekking um hráefni og alþjóðasamtök barþjóna voru könnuð, samtals 100 spurningarnar á 1 klukkustund.
Exótísk jól á Íslandi
Lokahnykkurinn í keppni dagsins var svokallað “Market challence” sem fór fram á matarmarkaði í Funchal, þar sem hver keppandi fékk 40 evrur til þess að versla öll þau hráefni sem þau vildu nota í drykkinn sinn og þurfti að versla, undirbúa og gera drykkinn sinn á innan við 1,5 klst.
Grétar kláraði þessa þraut með glæsibrag og lauk þrautinni á 48 mínútum, en Grétar skírði drykkinn sinn Exótísk jól á Íslandi.
Nú rétt í þessu var verið að tilkynna 3 keppendur sem komust áfram í 3ja manna úrslitin en þeir eru frá Ecuador, Macau og Macedonia. Því miður komst Grétar Matthíasson ekki áfram í top 3 úrslitin en það kemur í ljós á lokakvöldinu í hvaða sæti hann lenti í.
Myndir: Ómar Vilhelmsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars