Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá hátíðinni BragðaGarður 2024 – Dóra Svavars: Hátíðin heppnaðist gríðarlega vel
Nú um helgina hélt Slow Food Reykjavík samtökin tveggja daga hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur undir nafninu BragðaGarður.
Á föstudeginum tóku nemendur úr Grunndeild matvæla á móti jafnöldrum sínum og hristu upp jurtakokteila, sem þau höfðu sjálf útbúið uppskriftir af.
Þar fræddu þau gesti um bragð, lykt og áferð matarins og samsetningu bragðs. Garðyrkjufélagi fræddi fólk um hvernig eigi að rækta sinn eigin mat og Ísak Jökulsson bóndi á Ósabakka fræddi um hvað það er að vera bóndi.
Nemendur á 1. ári í matreiðslu gerðu smakk rétti úr íslensku geitakjöti, reykta, grafna og bollur. Þau unnu síðan með hefðbundið íslenskt skyr frá Erpsstöðum og Efstadal þar sem þau gerðu skyrmús og kryddaða skyrkúlur sem eru frábærar á kex.
Einn hópurinn gerði rétti úr kartöflum enda var degi kartöflunar fagnað samhliða hátíðinni. Dagný Hermannsdóttir og Grasagarður Reykjavíkur sýndu þau yrki að kartöflum sem þau hafa ræktað frá fræi.
“Nemendum fannst virkilega fróðlegt að sjá hvernig hægt er að búa til ný yrki, með nýja fjölbreytta eiginleika sem verða spennandi viðbót við matarflóruna okkar.
Um 30 yrki af tómötum sem ræktuð eru á Íslandi voru til sýnis, einnig til að benda á mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í landbúnaði.“
Sagði Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og formaður Slow Food Reykjavík í samtali við veitingageirinn.is
Einnig var brugguð Diskósúpa í miklu mæli til að ræða um matarsóun.
Yfir 200 nemendur og kennarar lögðu leið sína í BragðaGarð á föstudaginn.
Á laugardeginum var svo markaður smáframleiðenda matvæla, sem heppnaðist ljómandi vel og auk þess voru fræðsluerindi í litla Lystihúsinu, þar sem rætt var um frískápa samfélagið, upprunamerkingu matvæla, sveppa nytjar og hvernig hægt er að lifa á landinu.
“Við í Slow Food Reykjavík erum himinlifandi með þessa árlegu hátíð og hlakkar til að halda hana að ári.”
Sagði Dóra að lokum.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards