Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnaðar breytingar á Miðgarði, Grand Restaurant og kokteilbarnum í Torfastofu
Fjöldi fólks úr ferðaþjónustu og skyldum greinum lagði leið sína í teiti sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni nú á dögunum.
Tilgangurinn var bjóða ljúfra veitinga frá matreiðslumönnum hótelsins og sýna þær vel heppnaðar breytingar á veitingastaðnum Grand Restaurant og anddyri hótelsins, gestamóttöku, Miðgarði og kokteilbarnum Torfastofu.
Boðið var upp á skoðunarferðir um hótelið og vakti uppsett brúðkaupsveisla í Setri, mikla athygli. Þar hafði verið komið fyrir brúðartertu frá bökurum á Grand Restaurant og salurinn var skreyttur líkt og veislan væri að hefjast.
Gestir gátu skoðað svítur og herbergi hótelsins, heilsulindina Reykjavík SPA og tekið út fundar- og ráðstefnuaðstöðu á þessu stærsta funda- og ráðstefnuhóteli landsins. Starfsmenn hótelsins, kokkar, bakarar og framreiðslumenn, báru fram ljúfar veitingar og einnig voru í gangi ýmsar vínkynningar.
Ekki var annað að sjá en að andrúmsloftið á Grand Hótel Reykjavík hafi hitt í mark og gestir skemmtu sér fram eftir kvöldi við lifandi tónlistarflutning. Á Facebook síðu Grand Hótels má sjá fleiri myndir úr veislunni.
Gítarleikarinn Björn Thoroddsen, bassaleikarinn Jón Rafnsson og trommuleikarinn Karl Pétur Smith sáu um tónlistina.
Myndir: af facebook síðu Grand Hótels.

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni