Frétt
Tvær nýlegar hópsýkingar vegna hamborgarakjöts sem ekki var nægilega vel eldað – Nauðsyn að steikja hamborgara í gegn
Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts sem ekki var nægilega vel eldað. Sérfræðingur hjá Matís telur þörf á að upplýsa íslenska neytendur um nauðsyn þess að steikja hamborgara í gegn.
Að sögn Hrólfs Sigurðssonar, formanns íslensku matvælarannsóknarnefndarinnar og starfsmanns Matís, sýna svona dæmi hversu mikilvæg almenn vitneskja um hættuna af sýkingum sem þessum sé hér á landi, að því er fram kemur á vef Bændablaðsins bbl.is.
Hann segir að 24 einstaklingar hafi sýkst í öðru tilfellinu í Noregi og fengu níu þeirra nýrnasjúkdóminn „Hemolytic Uremic Syndrome“, sem sé alvarlegur og getur leitt fólk til dauða. Í hinu tilvikinu sýktust níu manns en enginn þeirra fékk þennan skæða nýrnasjúkdóm.
Börn borði ekki óbakað deig
„Um er að ræða bakteríu sem stundum hefur verið kölluð „hamborgarabakterían“ (E. coli STEC) og getur verið í mörgum vörum sem við neytum. Hún finnst þó aðallega í hökkuðu nautakjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og grænmeti.
Hún finnst líka stundum í hveiti og því ekki ráðlagt að börn borði óbakað deig,“
segir Hrólfur. Nánari umfjöllun er hægt að lesa á bbl.is hér.

-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag