Keppni
Skráning er hafin í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024

Fv. dómararnir Vigdís Vo, Ólöf Ólafsdóttir, Ísak Aron Jóhannsson og sigurvegarnir í fyrra þau Wiktor Pálsson og Sunneva Kristjánsdóttir og dómararnir David Ducamp og Hafliði Ragnarsson
Garri heldur keppnina Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins fimmtudaginn 31. október á Stóreldhús sýningunni í Laugardalshöll og er skráning hafin.
Keppnin á síðasta ári var gríðarlega sterk og þátttaka var góð. Sunneva Kristjánsdóttir sigraði Konfektmola ársins 2023 og Wiktor Pálsson sigraði Eftirréttur ársins árið 2023.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik eru metin sérstaklega.
- Sunneva Kristjánsdóttir
- Wiktor Pálsson
Þema ársins er suðrænt og framandi
Skylduhráefni fyrir Eftirréttur ársins eru þrjú
- Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
- Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.
- Flaxfiber hvíti börkurinn úr sítrónu, þykkir, stabilizer og gefur mýkri áferð.
Skylduhráefni fyrir Konfektmoli ársins eru tvö
- Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
- Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.
Nánari upplýsingar um keppnina og vægi matsatriða ásamt skráningu er á heimasíðu Garra hér.
Með fylgja myndir frá keppninni í fyrra.
Myndir: Garri.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni