Axel Þorsteinsson
Framkvæmdir hjá MAR – Bjóða upp á heilgrillað lamb í sumar
Veitingarstaðurinn MAR sem sækir áhrif sín frá suðuramerískum og evrópskri matargerð, er með sumarframkvæmdir í gangi, en MAR er í eigu Eldingu hvalaskoðun. Veitingastaðurinn MAR er hannaður af Hafsteini Júlíussyni og Karitas Sveinsdóttur hjá HAF. Hugmyndafræði staðarins var þróuð af samstarfi hönnuðanna, kokkum MAR og eigendum Elding hvalaskoðun en lögð var áhersla á heildarupplifun staðarins við hönnun hans.
Í sumar verður boðið upp á morgunmat frá 08°° til 11:30 og einnig er nýr matseðill kominn í gang fyrir sumarið.
“ Vorum að klára að smíða pall sem á að líta út eins og bryggja þegar hann er alveg búinn, en við eigum eftir að fá nýtt handrið/vegg og gera smá útlitslagfæringar, svo vorum við einnig að opna Coffee-to-go í gamla miðasöluhúsinu okkar á Ægisgarðinum“ sagði Rannveig Grétarsdóttir einn af eigendum Eldingar í samtali við Freisting.is.
Allur matur sem í boðið er í miðasöluhúsinu er útbúinn á MAR fyrir utan kaffið sem verður nýmalað og ferskt á staðnum.
Frá og með deginum í dag og út ágúst verður boðið upp á heilgrillað lamb fyrir framan pallinn frá 11:30 til 14:30 alla daga vikunnar og einnig er nýr hádegis-, og kvöldverðamatseðill fyrir sumarið kominn í gagnið. Yfirmatreiðslumaður MAR er Sveinn Þorri Þorvaldsson og veitingastjóri er Jón Ingi Hrafnsson.
MAR er staðsett í gamla Hafnarhúsinu við Geirsgötu og er staðsetningin frábær fyrir veitingahús. Smábátahöfnin hefur uppá að bjóða flotta staði sem og verslanir, höfnin er sífellt að verða vinsæll viðkomustaður íslendinga og ferðamanna þar sem staðir vaxa og dafna.
Freisting.is heimsótti MAR í vetur og hægt er lesa gagnrýni hér, en staðurinn lítur mög vel út, góður matur, virkilega góð þjónusta og notalegt umhverfi.
Myndir af facebook síðu MAR
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur