Markaðurinn
Floridana með góðgerlum sá fyrsti í evrópu
Ölgerðin hefur í samstarfi við þýska fyrirtækið ADM WILD þróað nýjan virknisafa með viðbættum ES1-HT góðgerlum. Safinn nefnist Floridana Vellíðan og er fyrsti ávaxtasafi í Evrópu sem inniheldur þessa tegund góðgerla, og einnig er þetta fyrsta skipti sem boðið er upp á ávaxtasafa með góðgerlum hérlendis.
„Við höfum séð mikla aukningu í eftirspurn eftir góðgerlum, og ljóst að margir vilja efla þarmaflóruna og styrkja þar með varnir líkamans.
Við vildum búa til drykk sem væri bragðgóð leið til að taka inn góðgerla, og hófum því þróun á ávaxtasafa með góðgerlum í samstarfi við fyrirtækið ADM WILD sem er meðal þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði.
Úr varð ljúffeng blanda af jarðaberjum, appelsínum og eplum ásamt ES1-HT góðgerlum, en Floridana er fyrst í Evrópu til að þróa safa af þessari tegund,”
segir Guðni Þór Sigurjónsson forstöðumaður vöruþróunar hjá Ölgerðinni.
ES1-HT gerlarnir eru mjólkursýrugerlar, en klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að gerlarnir geti stutt við meltingu og meltingarveg, og stuðlað að heilbrigðri þarmaflóru. Nafnið Floridana Vellíðan vísar til jákvæðra áhrifa góðgerla á líðan og heilsu.
Ann-Marie Nordahl frá ADM, sem er framsækinn leiðtogi á sviði þarmaflórurannsókna, kom til landsins til að fylgjast með fyrstu flöskunum renna af færibandi Ölgerðarinnar.
„Við hjá ADM erum einstaklega ánægð með samstarfið við Ölgerðina, Sem lykilframleiðandi í Norður Evrópu, sýnir Ölgerðin fram á spennandi möguleika á að setja á markað ávaxtasafa með ES1 góðgerlunum, en þetta lýsir einnig því nýsköpunarhugarfari og hraða í aðgerðum sem þarf að hafa sem brautryðjandi á svæðinu,”
segir Ann-Marie Nordahl frá ADM.
„Floridana Vellíðan er einstakur drykkur sem býður upp á alveg nýja blöndu af ávöxtum og góðgerlum.
Við hlökkum mikið til að sjá viðbrögðin sem þessi nýjung á safamarkaði fær og það er einstaklega gaman að geta boðið íslenskum neytendum upp á framsækna innlenda framleiðslu á borð við Floridana Vellíðan,”
segir Guðni Þór.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný