Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Beyglan og Skyr 600 hættir starfsemi
Kaffihúsið Beyglan (áður Espressobarinn) og Skyr 600 hefur hætt allri starfsemi en staðurinn var staðsettur í verslunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri.
„Nýtt og spennandi vörumerki kemur hér von bráðar“
Segir í tilkynningu, en samkvæmt heimildum veitingageirinn.is þá verður í boði svipað og verið hefur, þ.e. margar tegundir af kaffidrykkjum, beyglur og laktósafríar vörur, að undanskyldu skyrskálar, svo fátt eitt sé nefnt.
Staðurinn opnaði fyrir 2 árum síðan eða 20. nóvember 2021 og stofnendur kaffihússins þá, voru Guðmundur Ómarsson, Karen Halldórsdóttir, María Hólmgrímsdóttir og Pálmi Hrafn Tryggvason.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag