Frétt
Tréflís fannst í lasagne frá Kjötkompaníinu
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af lasagne frá Kjötkompaní vegna þess að það fannst aðskotahlutur í vörunni.
Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu;
- Vörumerki: Kjötkompaní
- Vöruheiti: Lasagne
- Framleiðandi: Kjötkompaní, Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
- Framleiðsluland: Ísland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Best fyrir 18.5.2024
- Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslun.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði