Áhugavert
„Jæja, þá er loksins komið að því..“ Kol opnar í dag
Jæja, þá er loksins komið að því, við opnum kl. 18 í kvöld
, segir í færslu á facebook síðu veitingastaðarins Kol.
KOL er nýr veitingastaður og bar á Skólavörðustíg 40. Á matseðli KOL eru smáréttir í fingurfæðisformi en einnig forréttir eins og risotto með hörpuskel og andasalat með karamellu.
Miðpunktur eldhússins er kolaofninn, þar sem grillað verður nautalundir, rib-eye-steikur og lúxusborgara, ásamt því að bjóða upp á humar, risarækjur, ostrur, salöt og gott úrval fiskrétta og að sjálfsögðu eftirrétti og góðan vínseðil.
Mikill metnaður er lagður í góða drykki og verða t.a.m. tveir sérblandaðir kokteilar fáanlegir á krana, en það eru Red Monroe og Donkey sem að barþjónar Kol útbúa frá grunni, úr ferskum engifersafa, engiferbjór og vodka.
Að auki er boðið upp á kraftkokkteila úr hráefni sem útbúið er á staðnum, þ.e. ekki neitt með tilbúnu bragði eða litarefnum, allur ávaxtasafi er kreistur á staðnum, bjóða upp á sitt eigið síróp, leggja ferskar jurtir í lageringu í gini og pikkla trönuber í vínblómalíkjör svo fátt eitt sé nefnt.
Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum og undirbúningi fyrir opnun Kol.
Myndir: af facebook síðu Kol restaurant.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða