Markaðurinn
Spennandi tímar framundan hjá Verslunartækni og Bako Ísberg
Í síðustu viku varð eigendabreyting á tveimur af öflugustu fyrirtækjum landsins í þjónustu við veitingageirann, þ.e.a.s. Verslunartækni og Bako Ísberg.
Nýir eigendur sjá gríðarleg tækifæri í að sameina þessi tvö fyrirtæki í því skyni að styrkja stoðirnar og bæta vöruval og þjónustu enn frekar. Sverrir Viðar Hauksson hefur tekið við stjórnun og rekstri beggja fyrirtækja fyrir hönd nýrra eigenda en að öðru leiti eru ekki fyrirsjáanlegar breytingar á starfsliði félaganna. Veitingamenn ættu því ekki að óttast að þeirra tengiliðir hverfi á braut.
Næstu vikur munu fara í að samþætta reksturinn og í vor er síðan áætlað að fyrirtækin sameinist á einum stað með rúmgóðan sýningarsal og vöruframboð sem teljast mun einstakt hér á landi.
Við munum passa uppá að láta ykkur vita af öllum nýjungum en endilega ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni