Markaðurinn
Matreiðslumaður – Hótel Reykjavík Grand
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dýnamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óskar að ráða til sín matreiðslumann í eldhúsið sem deilir ástríðu okkar fyrir því að veita fyrsta flokks matarupplifun.
Spennandi uppbygging er í kortunum hjá Hótel Reykjavík Grand með nýjum ráðstefnusölum, glænýju eldhúsi og stækkar hótelið úr 314 herbergjum í 454 herbergi.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu og taktu þátt í spennandi uppbyggingu með okkur.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Vinna með eldhústeymi í þróun nýrra rétta eftir árstíðum
- Þátttaka í þjálfun starfsfólks í eldhúsi
- Vinna með öðrum deildum til að ná settum markmiðum í þjónustu gesta
- Aðkoma með birgðarhaldi í eldhúsi, pöntunum og frágang hráefna
- Eftirlit með hreinlæti, GÁMES
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu skilyrði
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Fyrirspurnir berist til Úlfars Finnbjörnssonar, yfirmanntreiðslumanns, [email protected]
Hótel Reykjavík Grand er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Grand hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir