Markaðurinn
Matreiðslumaður – Hótel Reykjavík Grand
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dýnamísku og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óskar að ráða til sín matreiðslumann í eldhúsið sem deilir ástríðu okkar fyrir því að veita fyrsta flokks matarupplifun.
Spennandi uppbygging er í kortunum hjá Hótel Reykjavík Grand með nýjum ráðstefnusölum, glænýju eldhúsi og stækkar hótelið úr 314 herbergjum í 454 herbergi.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu og taktu þátt í spennandi uppbyggingu með okkur.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Vinna með eldhústeymi í þróun nýrra rétta eftir árstíðum
- Þátttaka í þjálfun starfsfólks í eldhúsi
- Vinna með öðrum deildum til að ná settum markmiðum í þjónustu gesta
- Aðkoma með birgðarhaldi í eldhúsi, pöntunum og frágang hráefna
- Eftirlit með hreinlæti, GÁMES
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu skilyrði
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Fyrirspurnir berist til Úlfars Finnbjörnssonar, yfirmanntreiðslumanns, [email protected]
Hótel Reykjavík Grand er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu ráðstefnuhótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Grand hér.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita