Markaðurinn
Tveggja laga súkkulaði og lakkrís bragðbomba
Eitt Sett hefur í áratugi verið eitt eftirlætis sælgæti Íslendinga, enda eitt þeirra vörumerkja sem kom okkur á bragðið varðandi hið einstaka samspil súkkulaðis og íslenska lakkríssins, bragðheimur sem hefur lengi verið í uppáhaldi meðal þjóðarinnar.
Undanfarin misseri hefur Nói Síríus reglulega kynnt nýjar vörur í Eitt Sett línunni og nú er komin á markað ein sú allra mest spennandi: vara sem hlotið hefur nafnið Gullsett. Um er að ræða Eitt Sett bita, mjúka lakkrískjarna sem húðaðir eru með Síríus Rjómasúkkulaði og Doré karamellusúkkulaði.
Já, þið lásuð rétt, það eru tvær tegundir af súkkulaði í bitunum.
„Við erum ofboðslega stolt af þessari vöru sem hefur verið lengi í þróun, enda er þetta fyrsta tveggja laga súkkulaðivaran okkar,“
segir Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Vöruþróun er auðvitað eitt af aðalsmerkjum okkar hjá Nóa Síríus og það var sérstaklega gaman að vinna að þróun þessarar vöru sem segja má að brjóti ákveðið blað hjá okkur.
Það sem gerir þetta svo enn skemmtilegra er að sumir bitarnir eru með Rjómasúkkulaði fyrir inna og hjúpaðir Doré súkkulaði á meðan aðrir eru hjúpaðir Rjómasúkkulaði en með Doré í innra laginu.
Og þar sem að Doré súkkulaðið er ljósara þá eru bitarnir í pokanum misdökkir þó um sé að ræða sömu gómsætu vöruna,“
segir Helga að lokum.
Það eru orðnir nokkrir áratugir síðan íslensk ungmenni tóku upp á því að að para saman gómsætar Síríuslengjur og mjúka lakkrísborða. Í kjölfarið fæddist Eitt Sett en það var fyrsta fjöldaframleidda sælgætið sem sameinaði þessa tvo bragðheima.
Nú telur Eitt Sett fjölskyldan sex vörur og fyrsta ber auðvitað að nefna hina klassísku Síríuslengju með lakkrísborðanum. Svo er það hin stórmyndarlega Eitt Sett súkkulaðiplata og Súper Settið, að ógleymdum Eitt Sett Töggum sem eru gómsætar lakkrískaramellur hjúpaðar Síríus súkkulaði.
Eitt Sett bitarnir í endurlokanlegum pokum eru á góðri leið með að verða klassískir og svo er það auðvitað nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, hið eðalborna Gullsett.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur