Uppskriftir
Kjötsoð í súpur, sósur ofl.
Af beinum og úrgangskjöti er hægt að fá gott soð (kraft) Beinin eru þvegin úr köldu vatni og höggvin smátt. Látin í kalt vatn, svo mikið að vel fljóti yfir. Suðan látin koma hægt upp. Froðan veidd vandlega ofan af og saltað eftir smekk.
Soðið hægt 5-6 klst. Best er að potturinn sé þykkur og hlemmurinn falli vel að, svo að suðan verði jöfn og sem minnst af bragðefnunum gufi burt.
Soðið er síað og kælt með flotinu, flotskjöldurinn hlífir og soðið geymist þá betur. þetta soð er ágætt í súpur, jafninga og sósur. Eigi að vanda soðið sérstaklega, þarf að sjóða nokkuð af kjöti með (3-4 kg kjöt og bein 5 l vatn) Kjötið er þá skorið smátt og þegar á suðuna líður er gott að láta gulrófur út í soðið.
Þetta soð er gott í hverskonar kraftsúpur og grænmetissúpur. T.d. má jafna soðið með hveiti, 2 matsk á líter af soði og borða súpuna með smurðu brauði og osti, harðsoðnum eggjum, eggjahlaupi, bollum, makkarónum, blómkáli, gulrófum, gulrótum eða kjöti skornu í smá bita.
Hollara og drýgra er að borða sem minnst af kjöti með svona súpum, heldur nota það í aðra rétti. Í soðsúpur má einnig nota saltkjötssoð og grænmetissoð ýmiskonar. Kraftsúpur eru lystaukandi og hollar. Best á við að hafa mjöl og grjónamat á eftir svona súpum, t.d. pönnukökur, hrísblóm, hrísgrjóna eða brauðbætinga, ostakökur o.fl.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni

-
Keppni12 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata