Uppskriftir
RófuTaco með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma
2 rófur, best að hafa þær frekar stórar
1 msk. sítrónusafi
1 msk. ólífuolía
Aðferð:
Afhýða rófurnar og skera í þunnar sneiðar, best að nota mandólín. Hræra saman sítrónusafa og ólífuolíu og marínera rófurnar upp úr því í u.þ.b. 10 mínútur.
Avókadóyndi
2 avókadó, afhýdd og skorin í bita
2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður – má nota vorlauk
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
2 msk. límónusafi
1 stórt hvítlauksrif, pressað
½ tsk. salt
smá nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Stappa avókadóið og hræra útí það rauðlauk, límónusafa og hvítlauk. Krydda með smá salti og nýmöluðum, svörtum pipar.
Sýrður kasjúrjómi
2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
½ dl vatn
¼ dl límónusafi
1 msk. næringarger
1⁄8 tsk. hvítur pipar
¼ tsk. sjávarsalt
Aðferð:
Allt sett í blandara þar til blandan er orðin silkimjúk. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni. Passið samt að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.
Beygja rófusneiðina svo hún myndi U. Setja eitt salatblað í botninn, síðan 2-3 msk. af avókadóyndi og kasjúrjóma yfir.
Gott er að strá smátt söxuðum kirsuberjatómötum yfir ásamt fínt skornum pekanhnetum.
Höfundur er Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og hún er gjarnan kölluð.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







