Vertu memm

Uppskriftir

RófuTaco með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma

Birting:

þann

RófuTaco með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma

RófuTaco með avókadóyndi og sýrðum kasjúrjóma

2 rófur, best að hafa þær frekar stórar

1 msk. sítrónusafi

1 msk. ólífuolía

Aðferð:
Afhýða rófurnar og skera í þunnar sneiðar, best að nota mandólín. Hræra saman sítrónusafa og ólífuolíu og marínera rófurnar upp úr því í u.þ.b. 10 mínútur.

Avókadóyndi

2 avókadó, afhýdd og skorin í bita

2 msk. rauðlaukur, smátt saxaður – má nota vorlauk

2 msk. ferskur kóríander, saxaður

2 msk. límónusafi

1 stórt hvítlauksrif, pressað

½ tsk. salt

smá nýmalaður svartur pipar

Aðferð:
Stappa avókadóið og hræra útí það rauðlauk, límónusafa og hvítlauk. Krydda með smá salti og nýmöluðum, svörtum pipar.

Sýrður kasjúrjómi

2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.

½ dl vatn

¼ dl límónusafi

1 msk. næringarger

1⁄8 tsk. hvítur pipar

¼ tsk. sjávarsalt

Aðferð:
Allt sett í blandara þar til blandan er orðin silkimjúk. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni. Passið samt að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.

Beygja rófusneiðina svo hún myndi U. Setja eitt salatblað í botninn, síðan 2-3 msk. af avókadóyndi og kasjúrjóma yfir.

Gott er að strá smátt söxuðum kirsuberjatómötum yfir ásamt fínt skornum pekanhnetum.

Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og hún er gjarnan kölluð

Sólveig Eiríksdóttir

Höfundur er Sólveig Eiríksdóttir eða Solla eins og hún er gjarnan kölluð.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið